is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42484

Titill: 
  • Menntun til lýðræðis : hver er ávinningur lýðræðiskennslu og hvaða kennsluaðferðir styðja við slíka menntun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lýðræðismenntun er grunnstoð aðalnámskrár grunnskólanna og er markmiðið að mennta nemendur til lýðræðislegrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. John Dewey tók það fram að menntun á sér stað með þátttöku einstaklingsins, þar sem örva skal hæfileika hans og gefa skoðunum og hugmyndum hans vægi. Til að upplifa nám af þessu tagi þarf lýðræðismenntun að vera til staðar. Þó þykir lýðræðishlutverk skóla nokkuð torskilið, en markmiðið með þessari ritgerð er að útskýra, eða öllu heldur, öðlast skilning á því hvað felst í lýðræðishlutverki skóla, lýðræðislegri hæfni, lýðræðislegum vinnubrögðum, lýðræðislegum gildum og fleiri hugtökum sem aðalnámskrá leggur fram, en skilgreinir illa. Því leitast ég svara við eftirfarandi spurningu: hver er ávinningurinn af lýðræðiskennslu og hvaða kennsluaðferðir styðja við slíka menntun? Markmið verkefnisins er að skilgreina lýðræðismenntun, öðlast skilning á lýðræðislegum starfsháttum og vinnubrögðum og skoða lýðræðismenntun samkvæmt áherslum aðalnámskrár. Með lýðræðismenntun öðlast nemendur betri skilning á samfélaginu, getuna til þátttöku í lýðræðissamfélagi, verða gagnrýnir hugsuðir, geta tjáð sig og rökstutt mál sitt og skoðanir og tileinka sér lýðræðisleg gildi á borð við jafnrétti, samvinnu, þolinmæði og ábyrgð. Forsenda lýðræðismenntunar er öruggt umhverfi þar sem nemendur geta tjáð sig frjálslega og kennari þarf að veita öllum nemendum jöfn tækifæri til þátttöku og notast má við ýmsar kennsluaðferðir til að efla lýðræðisleg gildi.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf523.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf220.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF