is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42490

Titill: 
  • Katla : greinargerð um barnabók sem forvörn gegn einelti leikskólabarna á aldrinum þriggja til sex ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Of mörg börn verða fyrir einelti og benda rannsóknir til þess að einelti meðal leikskólabarna sé orðið vandamál, einnig vísa þær í mikilvægi þess að huga þurfi að samskiptum og stöðu barna í hóp strax á leikskólaaldri. Lokaverkefni þetta samanstendur af fræðilegri greinargerð auk barnabókarinnar Katla sem er ætluð börnum á aldrinum þriggja til sex ára. Barnabókin er hugsuð sem forvörn gegn einelti leikskólabarna og er meginmarkmið hennar að auka bæði fræðslu til barna og umræðu um málefnið. Í bókinni má finna umræðuspurningar sem gera lesanda kleift að spyrja nánar út í söguna og þar með skapa innihaldsríkar samræður við börn. Tilgangur umræðuspurninganna er að dýpka innihald sögunnar sem og skilning barna á einelti og vináttu. Í greinargerð er fjallað um skilning barna á vináttu og hvernig einelti birtist meðal barna á leikskólaaldri. Einnig er fjallað um tilfinninga- og félagsþroska barna og dregið fram mikilvægi þess að mynda jafningja- og vinatengsl ásamt því að öðlast þá hæfni að setja sig í spor annarra. Barnabækur stuðla að þroska barna og koma að ýmsu gagni í starfi með börnum. Í lok greinargerðar er gerð grein fyrir hvernig notast megi við barnabókina Kötlu.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-AHH-AB-RRB.pdf535,73 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Barnabók-AHH-AB-RRB.pdf4,48 MBLokaður til...01.06.2122Barnabókin KatlaPDF
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_07.06.2022.pdf47,55 kBLokaðurYfirlýsingPDF