is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42491

Titill: 
  • Snemmbær sérhæfing barna í íþróttum : áhrif snemmbærar sérhæfingar á börn og ungmenni í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttir spila stórt hlutverk í lífi margra. Suma langar til þess að njóta og hafa gaman af íþróttum á meðan aðrir stefna á að gera sína íþrótt að sinni atvinnu í lífinu. Til þess þarf að eyða miklum tíma í íþróttagreininni sjálfri og oft byrja æfingar snemma á lífsleiðinni. Það þýðir einnig að einstaklingur þarf að vera reiðubúinn til þess að æfa oft í viku og reyna að koma í veg fyrir öll þau meiðsli sem geta hægt á að markmiðinu sé náð. Það eru tvær megin leiðir sem eru farnar í slíku ferli, annars vegar snemmbær sérhæfing og seinbær sérhæfing hins vegar. Það getur farið eftir hvaða grein er fyrir stafni, krefst greinin mikillar tækni eins og fimleikar eða krefst hún meiri líkamlegra yfirburða eins og spretthlaup? Ef hún krefst mikillar tæknilegrar færni eins og fimleikar þarf að byrja fyrr að æfa eina grein heldur en íþrótt eins og fótbolta. Meiri sérhæfingu getur fylgt aukin tíðni álagsmeiðsla en í sumum greinum er tækniþjálfunin svo mikilæg að best er að byrja sem fyrst. Vissulega fylgir tækniþjálfun öllum íþróttum en því meiri tæknileg færni sem greinin krefst því fyrr er betra að hefja sérhæfingu í greininni.
    Notast var við rannsóknir og greinar sem hægt var að finna á alnetinu og aðallega stuðst við síðurnar PubMed, ProQuest og leitarvélina Google.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snemmbær sérhæfing barna í íþróttum.pdf377,2 kBLokaður til...31.05.2032HeildartextiPDF
yfirlysing_skemma 2.pdf870,29 kBLokaðurYfirlýsingPDF