is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42495

Titill: 
  • Stærðfræði í leik og námi í leikskóla : stærðfræði í útikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Greinargerðin fjallar um stærðfræði í daglegu starfi með leikskólabörnum. Tilgangur hennar er að vekja athygli á þeim stærðfræðilegu þáttum sem leynast í leik og námi barna í leikskólum. Börn læra í gegnum leik og er því mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk í leikskólanum nýti sér þau tækifæri sem leikurinn býður upp á. Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um fjölbreytileika barna hópsins og skapa þeim fjölbreytt námstækifæri og aðstæður sem mæta þörfum hvers og eins. Útikennsla býður upp á ólíkar aðstæður þar sem börn hafa tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru og á sama tíma fengið að vera börn sem elska að hafa hátt, verða skítug og hreyfa sig eftir þörfum. Börn eiga að fá að læra á hreyfingu eins og þeim er eðlislægt að gera frekar en að sitja við borð. Í útinámi má finna margar ólíkar aðstæður til að kynna ólíka þætti stærðfræðinnar fyrir börnum. Í greinagerðinni er einnig fjallað um fjóra efnisþætti stærðfræðinnar: tölur og talnaskilning, mælingar, rúmfræði og mynstur. Ásamt greinagerðinni er að finna verkefnabanka og meðfylgjandi viðauka með hugmyndum af stærðfræði stundum í útinámi.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stærðfræði í útikennslu.pdf1,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SkemmaAÁA.pdf274,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF