Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42496
Vellíðan og öryggi barna í leikskólanum skipti gríðarlega miklu máli fyrir öll þau börn sem dvelja þar og foreldra þeirra. Það er hlutverk starfmanna að tryggja að barninu líði vel og að það finni það öryggi sem það þarf til að blómstra í leikskólanum. Hvert barn er einstak og hafa börn misjafnan þroska og nálgun á lífið. Þau börn sem eru viðkæmust fyrir umhverfinu þarf kennarinn að huga sérstaklega vel að þegar kemur að vellíðan og öryggi. Það þarf að upplýsa börnin betur og hjálpa þeim að vinna úr þeim aðstæðum sem þeim finnst vera sem erfiðastar. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þá þætti sem stuðla að öryggi barna og vellíðan í leikskóla. Tilgangur þess er að skoða hvernig við kennarar getum nálgast börnin þegar kemur að vellíðan þeirra og öryggi í leikskólum og hvort að þau börn sem eru viðkvæmust fá þann skilning og nærgætni sem þau þurfa til að öllum börnum líði sem best í leikskólanum. Aðferðin sem ég nota eru heimildir frá kennsluefni í leikskólafræðum, námssálfræði og önnur fræði um vellíðan barna, námskrár og klínískar greinar um nálgun barna. Niðurstöður sýna að leikskólakennarar og stafsmenn þurfa að huga að líðan hvers barns og veita því þann skilning og virðingu sem það á skilið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vellíðan og öryggi í leikskóla .pdf | 558.38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni 1 maí.pdf | 169.55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |