is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/425

Titill: 
 • ipodar og unglingar : rannsókn og fræðileg umræða um ipoda og tónlist með námi á unglingastigi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Með tilkomu internetsins og heimasíðna sem bjóða ótakmarkað niðurhal á tónlistarefni hefur aðgengi almennings að tónlist aukist mjög mikið.
  Ipodar, mp3 spilarar eða símtæki sem þjóna tilgangi tónlistaspilara eru orðin sjálfsögð eign unglinga og hluti af menningarheimi þeirra kynslóðar, en ipodar og mp3 spilarar eru stafrænir tónlistaspilarar sem geta geymt gríðarlegt magn tónlistar. Spilararnir eru fyrirferðalitlir og fara vel í vasa líkt og nýir farsímar sem bjóða upp á samskonar tækni og geta margir hverjir geymt nokkur hundruð lög sem hægt er að hlusta á. Samhliða þessari þróun er það einnig að færast í aukana að unglingar kjósi að stunda nám sitt og vinna verkefni við undirspil tónlistar. Vaknar þá sú spurning hvort að nemendur telji sig ná betri einbeitingu eða meiri árangri með tónlist fyrir eyrum sér en án hennar.
  Það er engin nýlunda að unglingar læri við tónlist og raunar er fólk á öllum aldri sem kýs að vinna vinnu sína með tónlist við hæfi, hraða og gáskafulla eða rólega og afslappaða allt eftir því hvað viðkomandi er að fást við. Það er hinsvegar nýlunda að unglingar gangi með hljómandi tónlist fyrir eyrum sér eins löngum stundum og raun ber vitni í dag, hvort sem er úti á gangi, í skólanum eða heima fyrir.
  Við æfingakennslu í Réttarholtsskóla haustið 2006 urðum við sem vorum þar við kennslu á unglingastigi frá KHÍ vör við gríðarlega ipoda menningu. Það sem okkur þótti athyglisvert var hve margir vildu hlusta á tónlistina inni í kennslustund. Flestir nemendur áttuðu sig á því að ekki þótti æskilegt að vera með spilarann í innlögn eða umræðutímum en strax og verkefnavinna hófst voru nemendur búnir að setja spilarna í gang. Þarna vaknaði áhugi á rannsókn sem byggir á spurningunni, hvaða áhrif telja nemendur á unglingastigi tónlist og ipoda hafa á námsframvindu sína?

Samþykkt: 
 • 17.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf285.8 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna