is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42501

Titill: 
  • Stöðumat fyrir erlenda nemendur : hvernig upplýsingar veitir núverandi stöðumat kennurum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár og þarf skólakerfið að bregðast við þessum nýja veruleika eins og gert hefur verið víða. Niðurstöður PISA könnunar leiddu í ljós að engin sérstök verkáætlun var fyrir kennara og stjórnendur til þess að styðjast við, þegar kom að móttöku nemenda af erlendum uppruna. Líkt og á Íslandi hefur fjölgun innflytjenda aukist gríðarlega í Svíþjóð og þurftu þeir að bregðast hratt við. Svíar hafa til að mynda samið stöðumat sem hannað hefur verið með þeim tilgangi að meta námslega stöðu nemenda þegar þeir koma til landsins. Íslenska menntakerfið tók þá til sinna ráða og nýttu Svía sem fyrirmyndir. Stofnaður var stýrihópur sem tók að sér að staðfæra stöðumatið fyrir Ísland og hefur sænska matið verið aðlagað að íslenskum aðstæðum og er íslensk aðalnámskrá grunnskóla höfð til hliðsjónar.
    Stöðumatið gefur kennurum fleiri verkfæri í hendurnar þegar kemur að móttöku nýrra nemenda með framandi bakgrunn. Matið er til þess gert að kortleggja fyrrum þekkingu og reynslu þeirra svo hægt sé að gefa þeim viðeigandi námsefni. Stöðumatið hefur ýmsa góða kosti en er ekki laust við galla og getur það reynst kennurum mikil áskorun þegar kemur að því að leggja matið fyrir í fyrsta skipti. Í þessari ritgerð mun höfundur leggja því mat á bæði kosti þess og galla og hvað þurfi að bæta svo hver sem er geti lagt það fyrir. Höfundur deilir frá sinni reynslu að leggja matið fyrir og er það hans mat að fyrirlögn matsins getur verið flókin. Óljóst getur verið fyrir kennara að finna út hvernig best sé að framkvæma matið og vonar því höfundur að matið verði betur aðlagað fyrir íslenska grunnskólakerfið svo að hver og einn kennari geti nýtt sér matið.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Bakkalárritgerð Lokaeintak (1).pdf7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf323.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF