is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42506

Titill: 
  • Hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskar konur hafa öðlast betri kjör og meiri réttindi í samfélaginu í gegnum síðustu aldir, þökk sé hreyfingum baráttukvenna. Samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað til hins betra og eru íslenskar konur farnar að taka meira pláss á vinnumarkaðnum en þær gerðu hér áður fyrr. Þegar litið er á foreldra í gagnkynhneigðu parasambandi sinna yfirleitt báðir aðilar fyrstu vaktinni sem eru launuð störf. Þegar fyrstu vaktinni lýkur tekur önnur vaktin við, sú vakt er ólaunuð sem yfirleitt báðir aðilar sinna. Ákveðin heimilisstörf virðast þó falla meira á herðar kvenna, flestar konur finna fyrir meiri fjölskylduábyrgð en karlar og hafa því meiri yfirumsjón þegar kemur að því að reka heimilið. Þá virðist sem hugræn byrði falli meira á herðar kvenna sem er þriðja vaktin, þ.e. að verkstýra heimilinu og sjá til þess að allar vaktir gangi upp samhliða uppeldi og umönnun barna sem getur orðið yfirþyrmandi. Þriðju vaktinni er ekki hægt að ljúka og eru konur líklegri til að minnka við sig á fyrstu vaktinni svo þær geti sinnt annarri og þriðju vaktinni betur. Foreldrahlutverkinu fylgir mikil ábyrgð og getur það verið gífurlega krefjandi á köflum. Veita þarf barni athygli, ást, hlýju, huggun og annarsskonar umönnun. Oftar en ekki hvíla þessi verkefni í ríkari mæli á herðum kvenna og þess vegna er gjarnan talað um ástarkraft sem einskonar afurð framleidda af konum sem karlmenn njóta góðs af og jafnvel arðræna.

Samþykkt: 
  • 1.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaritgerð - Ástrós Eva .pdf470.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - ÁEG.pdf268.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF