Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4251
Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja umsýslu um ljósmyndir á söfnum hér á landi. Skoða ytri umbúnað safna, lagareglur sem um þau fjalla sérstaklega og fjárveitingar. Ennfremur var innra starf þeirra, stefnumótun og vinnuferlar athugað, með sérstöku tilliti til grunnþátta skjalastjórnar eins og móttöku, aðgengi, skráningu og grisjun. Rannsóknaraðferðir voru eigindlegar og rannsóknarsniðið tilviksrannsókn. Níu viðtöl voru tekin við sjö einstaklinga hjá fimm stofnunum. Aðallega var sjónum beint að tveimur ljósmyndasöfnum. Orðræðugreining var notuð á lög, heimasíður stofnanna og önnur gögn.
Niðurstöðurnar virtust benda til þess að nokkuð vel væri búið að söfnunum. Aðbúnaður var nokkuð góður hvað varðar húsnæði og tækjabúnað, en mannafla skorti. Framlög ríkisins til safnamála hafa runnið í óvæntar áttir undanfarin ár með tilkomu setra/sýninga sem kenna sig við menningararf.
Ekki var hægt að tala um virka söfnunarstefnu. Tekið var á móti nánast öllu sem barst. Niðurstöðurnar benda þó til þess að breytinga sé að vænta hvað viðhorf til slíkrar þaulsöfnunar snertir, þar sem farið var að tala um það upphátt að eitthvert val þurfi að fara fram.
Skráning var góð og nákvæm á báðum ljósmyndasöfnum sem best voru skoðuð en hafði engan veginn undan því magni sem barst. Nánast engin grisjun hafði farið fram á söfnunum. En söfnin hafa sparað sér tíma og vinnu með því að skrá myndir saman sem heildir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
forsida_fixed.pdf | 27.51 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
textipd_fixed[1].pdf | 763.08 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |