is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42511

Titill: 
  • Við erum vinir : áhrif félagsfærni á vináttuhæfni barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um félagsfærni og vináttu barna á yngsta stigi í grunnskóla. Vinátta barna er nauðsynleg í lífi þeirra og byrja börn snemma að mynda náin tengsl við annað fólk. Til að barn geti eignast góða vini þarf það að öðlast góða félagsfærni þar sem félagsfærni er undirstaða vináttu. Markmiðið með þessari ritgerð er að gera grein fyrir því hvernig vinátta barna þróast og hvernig hægt er að stuðla að góðri vináttu þeirra. Til að svara rannsóknarspurningu verður bæði stuðst við fræðilegar greinar og bækur. Niðurstöður sýna fram á það að hægt er að nýta ýmis námsefni til að stuðla að góðri vináttu barna, sem dæmi vináttuverkefni Barnaheilla, Vinir Zippýs og PEERS námskeið. Þessi námsefni hafa verið mikið í notkun bæði í leik- og grunnskólum og eru til ýmsar rannsóknir um þessi verkefni. Helstu niðurstöður rannsóknanna sýna að verkefnin hjálpa börnum að öðlast betri félagsfærni og eiga þau því auðveldara með að eignast vini og viðhalda þeim. Án félagsfærni væri vinátta barna ekki til staðar og er því mikilvægt að efla félagsfærni þeirra, bæði í skólanum og heima við.

Samþykkt: 
  • 1.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf295,63 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.Ed-lokaritgerð.pdf320,78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna