is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42513

Titill: 
 • Áhrif COVID-19 á félagslíf fatlaðra ungmenna á aldrinum 20-30 ára
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í lok árs 2019 skall á heimsfaraldur vegna hinnar bráðsmitandi veiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Komið var á samkomubanni á Íslandi í mars 2020 sem varð til þess að fólk þurfti að aðlagast breyttum aðstæðum í samfélaginu. Margir þurftu að vinna og stunda skóla rafrænt og auk þess féllu meðal annars viðburðir, tómstundir og æfingar niður. Fólk upplifði félagslega einangrun og einmanaleika í ríkara mæli.
  Sú rannsókn sem fjallað verður um hér fyrir neðan beinir sjónum sínum að áhrifum COVID-19 á félagslíf fatlaðra ungmenna á aldrinum 20-30 ára. Rannsóknin er eigindleg rannsóknaritgerð. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem eru með þroskahömlun á aldrinum 20-30 ára, náinn aðstandenda og forstöðumann búsetuþjónustu. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á líðan, atvinnuþátttöku, tómstundir, áhugamál og viðburði fatlaðs fólks á tímum COVID-19 með félagslíf þeirra í huga. Auk þess er áhersla lögð á að læra af fyrri reynslu þegar kemur að því að draga úr félagslegri einangrun fatlaðs fólks vegna óvæntra aðstæðna.
  Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hver eru áhrif COVID-19 á félagslíf fatlaðra ungmenna á aldrinum 20-30 ára.
  Fatlað fólk er gjarnan í viðkvæmari stöðu en ófatlað fólk, en það þarf oft að stóla á utanaðkomandi aðila og aðra þætti í sínu lífi til að halda uppi félagslífi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fatlað fólk þurfti að sætta sig við skerta þjónustu í samkomubanninu og þá um leið urðu tækifærin á að eiga félagslíf enn færri. Tæknin var lítið sem ekkert notuð í þeim tilgangi að efla félagslíf og félagsleg tengsl. Hræðsla, undirliggjandi sjúkdómar og skilningsleysi á aðstæðum varð til þess að fólk upplifði félagslegra einangrun og einmanaleika.

Samþykkt: 
 • 1.7.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf38.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Áhrif COVID-19 á félagslíf fatlaðra ungmenna - Birna.pdf515.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna