is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42514

Titill: 
  • „Þannig að væntingarnar hafa engan veginn staðist“ : upplifun mæðra af styttingu vinnuvikunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið styttingar vinnuvikunnar eru margvísleg en má helst nefna betri samræmingu vinnu og einkalífs og fjölgun samverustunda fjölskyldna, auk þess sem henni er ætlað að draga úr álagi og stuðla að jafnrétti kynjanna. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða reynslu mæðra af styttingunni með hliðsjón af markmiðum hennar. Ástæða þess að lagt var upp með þetta rannsóknarefni er tvíþætt. Annars vegar mikilvægi jafnréttissjónarmiða í tengslum við styttri vinnuviku og hins vegar út frá því álagi sem konur og mæður í fullri vinnu glíma við. Þrátt fyrir að árangur Íslands í jafnréttismálum sé markverður hallar enn á konur hér á landi. Til dæmis viðheldur íslenskur vinnumarkaður enn kynbundnum launamun og kynjaskiptingu og eru heimilisstörf, umönnun barna og verkstjórn heimilisins í meiri mæli á herðum mæðra. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem notast var við hálfopin einstaklingsviðtöl við mæður í gagnkynja samböndum með börn á leikskólaaldri. Niðurstöður leiddu í ljós að upplifun mæðranna samræmdist að litlu leyti markmiðum styttingarinnar. Væntingar stóðust ekki, álag hafði aukist í einhverjum tilfellum og heimilisverk og verkstjórn virtist falla meira í hendur kvennanna. Þessar niðurstöður varpa ljósi á þann kynjaða veruleika sem viðgengst í samfélaginu og því nokkuð ljóst að mikilvægt sé að huga sérstaklega að kynjasjónarmiðum við útfærslu og framkvæmd styttingar vinnuvikunnar.

Samþykkt: 
  • 1.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_BMK_KHH.pdf486.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Lokaverkefni_BMK_KHH.pdf808.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF