is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42516

Titill: 
  • Hinsegin bókmenntakennsla : með hliðsjón af Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennslufræði með áherslu á íslensku sem faggrein. Fjallað er um hinsegin bókmenntakennslu ætluð elsta stigi grunnskólans með hliðsjón af bókinni Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur.
    Í fyrsta kafla er fræðilega fjallað um bókmenntakennslu, mikilvægi hennar og þann ávinning sem börn og unglingar öðlast af henni.
    Í öðrum kafla er greint frá því sem fjallað er um í Aðalnámskrá um bókmenntir, lestur og læsi ásamt grunnþáttum menntunar.
    Í þriðja kafla eru unglingabókmenntir skoðaðar, þróun þeirra, gildi og einkenni.
    Í fjórða kafla er fjallað um viðkvæm málefni í bókmenntum og hvernig kennarar þurfa að nálgast umræður um slíkt en einnig nýta tækifærin sem gefast til þess að ræða um og kenna nemendum á fjölbreytt menningarsamfélag eins og það leggur sig.
    Í fimmta kafla er greint frá hinsegin fólki eða trans í bókmenntum þar sem fjallað er um hvað liggur á baki þeirra hugtaka, hvernig slíkt birtist í bókmenntum ásamt dæmum um bókmenntir sem fjalla um þess konar fjölbreytni.
    Í sjötta kafla er bókin Sterk til umfjöllunar. Greint er frá söguþráð, persónum og viðkvæm málefni skoðuð en einnig skoðað hvernig fræðslu um málefni eins og trans, viðkvæma stöðu erlends vinnuafls og mansal er fléttað saman við æsispennandi glæpasöguna sem Sterk er.

Samþykkt: 
  • 1.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed.-lokaverkefni-loka2.pdf333.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-tilbúin1.pdf131.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF