Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42519
Þessi ritgerð er lokaverkefni til BS-prófs í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni verður fjallað um slit á fremra krossbandi hjá knattspyrnfólki, hvaða áhrif þessi meiðsli hafa á knattspyrnufólk og hvernig skal haga endurhæfingunni eftir aðgerð til að byrja að spila aftur. Það verður skoðað hverjir áhættuþættir fyrir því að fremra krossbandið slitni og hvaða vöðva er mikilvægt að styrkja svo að endurhæfingin gangi sem best. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvernig best er að haga endurhæfingu í knattspyrnu eftir krossbandaaðgerð á fremra krossbandi, hvernig sé ákjósanlegt að haga þjálfun og uppbyggingu eftir aðgerð og hverjar eru væntingar leikmanna um endurkomu í knattspyrnu. Það kom í ljós að mikilvægt er að sinna endurhæfingunni vel og ekki fara og geyst af stað því það hefur neikvæð áhrif á endurhæfinguna. Einnig er mikilvægt að vera andlega tilbúinn áður en haldið er aftur á knattspyrnuvöllinn.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð loka klárt.pdf | 487.9 kB | Locked Until...2032/05/01 | Complete Text | ||
Yfirlýsing.pdf | 420.08 kB | Locked | Declaration of Access |