is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42527

Titill: 
  • "Maður náttúrulega lærir af hinum" Upplifun af teymisvinnu
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun af teymisvinnu innan þekkingarfyrirtækja á Íslandi. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð sem byggir á viðtölum við níu starfsmenn sem allir höfðu reynslu af teymisvinnu til að minnsta kosti tveggja ára. Flestir höfðu mun lengri reynslu af teymisvinnu og höfðu unnið í fleiri en einu teymi. Leitast var við að skoða upplifun af teymisvinnu í tengslum við stjórnun og samskipti sem og nám og miðlun þekkingar.
    Helstu niðurstöður sýndu að upplifun af teymisvinnu innan þessara fyrirtækja er í samræmi við fyrri rannsóknir á teymisvinnu. Starfsfólkið lítur á það með jákvæðum hætti að vinna í teymi, og það virðist vera að fólk upplifi bæði persónulegan ávinning af teymisvinnunni sem og ávinning fyrir teymið sjálft og verkefnavinnuna. Fram kom að samsetning teyma skipti máli þar sem talið sé mikilvægt að ákveðin fjölbreytni sé til staðar. Einnig sé mikilvægt að rétt fólk sé í teymunum sem hafi bæði þá þekkingu sem til þarf og getu til að miðla henni. Stjórnun teymanna er að mestu á jafningjagrunni þar sem stjórnandi teymisins reynir að byggja upp traust, frelsi og samvinnu. Samskipti innan teymanna einkennast almennt af hjálpsemi og jákvæðni og er almennt mikill vilji til þess að fræða og veita upplýsingar innan teymisins. Viðmælendur mínir upplifðu almennt mjög jákvæð áhrif af teymisvinnu þegar litið er til náms og miðlunar þekkingar. Fram kom að árangur byggðist á samanlagðri getu allra í teyminu og að verkefnin væri ekki hægt að vinna nema í sameiningu. Mikil þekkingarleit færi oft fram í teymunum og miðlun þekkingar væri mikilvæg bæði fyrir einstaklinga innan teymisins sem og verkefnin. Nám á sér oft stað þegar þekkingu er deilt í verkefnavinnu, og með umræðum fæst dýpri þekking sem og breiðari sýn á hlutina.
    Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið gagnlegar fyrir skipulagsheildir sem leggja áherslu á teymisvinnu, bæði þegar horft er til stjórnunar teyma sem og þekkingarflæðis og símenntunar starfsfólks.

Samþykkt: 
  • 7.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð_Upplifun af teymisvinnu_AVS.pdf623.73 kBLokaður til...29.10.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna_AVS.pdf49.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF