Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42530
Í þessari rannsókn verður fjallað um tvær ólíkar nálganir á kapítalísku hagkerfi. Það kapítalíska hagkerfi sem hefur búið til sem mesta velmegun er farið að hafa slæm áhrif á vistkerfið okkar, jafnrétti og traust á stofnanir. Í dag er hið kapítalíska kerfi í anda hluthafakenningarinnar, þar sem eina viðmiðið í rekstri fyrirtækja sem telur þegar upp er staðið er að þau skapi arð fyrir eigendur sína. Margir aðilar eins og The B-Team binda vonir við að kapítalismin í anda hluthafakenningarinnar sé leiðin út úr þessu. Ætlunin er að skoða hvað kapítalismi er, á hvaða kenningum hann er byggður og hvort eitthvað í grunngerð hans komi í veg fyrir að hann þróist í þá átt. Það er ljóst að við þurfum breytingar og spurningin er hvort einhvers konar grænn kapítalismi í anda haghafakenningarinnar, þar sem fyrirtæki meta aðra þætti inn í stefnu fyrirtækis en hagnaðarsjónarmið, sé mögulegt eða þurfum við alfarið að hverfa frá kapítalíska kerfinu?
Rannsóknin sýnir fram á að kapítalismi samtímans er kominn langt frá þeim grundvallarhugmyndum sem hann á rætur í. Einnig er sáralítil munur á haghafa- og hluthafakenningunni í verki þar sem eigendur fyrirtækja þurfa að taka það upp hjá sjálfum sér að setja umhverfis- og sjálfbærnimál á dagskrá. Ef það leiðir ekki með beinum hætti til fjárhagslegs ávinnings, heldur veldur kostnaði, veikir samkeppnisstöðu og dregur úr hagnaði er lítill hvati fyrir fyrirtæki í harðri samkeppni að gera slíkt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AronIngiValtysson_BA_Lokaverk.pdf | 538.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |