Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42533
Covid-19 heimsfaraldurinn hafði í för með sér gríðarleg áhrif á menntastofnanir um allan heim. Öll staðbundin kennsla var færð yfir í fjarnám og naumur tími gafst til að endurskipuleggja nám út frá breyttum forsendum. Þetta er það sem kallað hefur verið neyðarfjarnám. Þegar háskólum á Íslandi var gert að loka byggingum sínum þurftu nemendur sem voru í staðnámi að aðlagast breyttum aðstæðum og samskiptum við kennara sína. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun nemenda af breyttum samskiptum við kennara háskólanna. Við framkvæmd hennar var notast við eigindlega rannsókn sem samanstóð af tveimur rýnihópum. Í fyrri rýnihópnum voru nemendur sem stunduðu fjarnám við Háskólann á Bifröst og í seinni rýnihópnum voru nemendur frá Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa margvíslegar vísbendingar. Meðal þeirra er að samskiptin hefðu að sumu leyti breyst til hins betra í kjölfar tilfærslunnar þar sem kennarar voru oft fljótari að svara erindum á skilvirkan hátt. Á móti kemur að samskipti sem áttu sér stað í tímum urðu mikið formlegri í gegnum tölvupósta og umræðan í tímum á netinu var mikið óáhugaverðari. Það kom líka í ljós hvað þátttakendum þótti óformlegu samskiptin sem sköpuðust innan sem og utan kennslu vera mikilvægur partur af námsupplifun þeirra. Þessi óformlegu samskipti voru þýðingarmikil fyrir báða hópa og nemendur við Háskólann á Bifröst nefndu að þau söknuðu þeirra óformlegu samskipta sem sköpuðust í staðlotum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bryndís Gunnarsdóttir_BA_lokaverk.pdf | 491.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Afritun óheimil að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.