is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42535

Titill: 
  • Eru tengsl milli áfallastreitueinkenna og áfengisnotkunar hjá íslenskum viðbragðsaðilum í neyðarþjónustu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lögregla, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn (hér eftir kallaðir viðbragðsaðilar í neyðarþjónustu) hafa, vegna vinnutengdra áfalla, tjáð sig um margvísleg geðheilbrigðisvandamál þar sem alvarlegasta umkvörtunin er áfallastreituröskun (Benedek, Fullerton, og Ursano, 2007). Viðbragðsaðilar eru oftast fyrsta sérhæfða aðstoð sem berst á vettvang alvarlegra slysa og/eða veikinda, jafnvel oft á dag. Markmið rannsóknarinnar er að skoða tíðni áfallastreitueinkenna hjá íslenskum viðbragðsaðilum og tengsl þeirra við áfengisnotkun, bæði tíðni neyslu og magn. Með útsendum spurningalista voru einkenni áfallastreitu og neysla áfengis metin hjá 231 lögreglumönnum og 163 slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Helstu niðurstöður voru að 16,7% lögreglumanna uppfylltu viðmiðunarmörk fyrir líklega áfallastreituröskun en áætluð tíðni áfallastreituröskunar hjá almenningi er um það bil 1 til 8% (Kessler, Sonnega, Bromet, Hughes og Nelson, 1995; Lee, Ahn, Jeong, Chae og Choi, 2014). Einkenni lögreglumanna voru marktækt hærri heldur en hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum, en þar uppfylltu 8,2% þeirra viðmiðunarmörk fyrir líklega áfallastreituröskun. Svarhlutfall lögreglu var mun hærra en hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Þessar niðurstöður sýna fram á álagið sem viðbragðsaðilar eru undir og undirstrika mikilvægi þess að fagleg inngrip sérfræðinga séu aðgengileg. Þannig er mögulega hægt að draga úr áhrifum alvarlegra áfalla og vinna gegn þróun áfallastreitueinkenna. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að viðbragðsaðilar eigi til að meðhöndla áfallastreitueinkenni með áfengi eða öðrum vímugjöfum því einkenni áfallastreitu eru meðal annars þau eða vera stöðugt á varðbergi. Þar sem áfengi er ekki eins aðgengilegt á Íslandi eins og í sumum þeim löndum sem hafa rannsakað þessi tengsl er fróðlegt að skoða hvort tengsl séu hjá íslenskum viðbragðsaðilum milli áfallastreitu annars vegar og notkunar áfengis hins vegar. Sett er fram eftirfarandi rannsóknarspurning: Eru tengsl milli áfallastreitueinkenna og áfengisnotkunar hjá íslenskum viðbragðsaðilum í neyðarþjónustu?
    Helstu lykilorð: Áfall, áfallastreituröskun, áfengi, viðbragðsaðilar, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningar, streita.

  • Útdráttur er á ensku

    Police, firefighters, and paramedics (here after referred to as emergency responders) have reported variety of mental health problems due to work-related trauma, with the most serious complaint being Post Traumatic Stress Symptoms (PTSS) (Benedek, Fullerton & Ursano, 2007). Emergency responders are the first specialized assistance received in the event of a serious accident and/or illness, sometimes several times a day. The aim of this study is to examine the frequency of traumatic stress symptoms in Icelandic emergency responders and the relationship between symptoms and alcohol use, both frequency of consumption and quantity. This was assessed by sending out a questionnaire with a sample of 231 police officers and 163 firefighters and paramedics. The main results were that 16,7 % of police officers met the clinical threshold for probable PTSD, which was significantly higher than that of firefighters and paramedics where 8,2 % met the threshold for probable PTSD. In comparison, the incidence of post-traumatic stress disorder in the general public has been estimated at approximately 1 to 8% (Kessler, Sonnega, Bromet, Hughes & Nelson, 1995; Lee, Ahn, Jeong, Chae & Choi, 2014). The response rate of the police was, however, considerably higher than that of firefighters and paramedics. These results underline the impact of emergency work and the importance of making professional interventions available so that the effects of severe trauma can be reduced, and the development of severe traumatic stress and its consequences can be counteracted. Studies show that responders have the tendency to treat traumatic stress symptoms with alcohol or other intoxicants. As alcohol is not as accessible in Iceland as in some of the countries that have studied this relationship, it is interesting to see whether there is a connection, between post-traumatic stress symptoms on the one hand and alcohol use on the other. The following research question is posed: Is there a link between PTSD symptoms and alcohol use among Icelandic emergency responders? Keywords: Trauma, Post Traumatic Stress, PTSD, alcohol, emergency responders, police, firefighters, paramedics, stress.

Samþykkt: 
  • 13.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru tengsl milli áfallastreitueinkenna og áfengisnotkunar hjá íslenskum viðbragðsaðilum í neyðarþjónustu. Stefán Pétursson..pdf546.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna