Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42540
Markmið þessarar ritgerðar að er að fara yfir rétt einstaklings til aðgangs að gögnum í barnaverndarmáli. Hvenær verður einstaklingur aðili að máli og hefur þar af leiðandi rétt til aðgangs að gögnum? Í ritgerðinni verður fjallað um hver telst vera aðili máls í skilningi barnaverndarlega. Tilgangur og markmiðið er að komast að því hver telst vera aðili máls í barnaverndarmáli með hliðsjón af því hver hefur rétt til aðgangs að gögnum. Fyrst verður fjallað um hugtakið aðili máls í skilningi stjórnsýsluréttar, hvað felist í hugtakinu aðild og hvaða skilyrði einstaklingur þarf að uppfylla til þess að vera aðili máls í skilningi stjórnsýsluréttar. Fjallað verður um hvað er barnaverndarmál, hvað gerir mál að barnaverndarmáli. Því næst verður fjallað um hverjir það eru sem geta átt hagsmuna að gæta í barnaverndarmáli og því verið aðili máls í skilningi barnaverndarlaga. Að lokum verður fjallað um upplýsingarétt aðila að barnaverndarmáli og rétt hans til aðgangs að gögnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð ÓJ_LOKA.pdf | 569.2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |