is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42545

Titill: 
  • Hvernig er þróun sjálfvirknivæðingar í smásöluverslun á Íslandi
  • Titill er á ensku How is automation in retail in Iceland developing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er skoðað hvernig sjálfvirknivæðing lítur út í íslenskum smásöluverslunum. Skoðað er hvaða tól og aðferðir eru notaðar innanlands og utan, í fræðilegu yfirliti og þeim gerð skil auk þess að farið er yfir hvernig þau geta unnið saman.
    Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvernig sjálfvirknivæðing lítur út í smásöluverslunum á Íslandi, ekki var tekið tillit til skoðana viðskiptavina á henni eða hvað þeim finnst um nýjungar í smásöluverslunum. Því voru framkvæmd eigindleg viðtöl við stjórnendur helstu smásöluverslana og þjónustufyrirtækja tengd þeim, stuðst var við aðleiðslu í hálfopnum viðtölum til þess að viðmælendur gæfu einlæg svör. Rannsóknarspurningin sem var lögð fyrir og höfð að leiðarljósi í gegnum þetta verkefni er: Hvernig er þróun sjálfvirknivæðingar í smásöluverslunum á Íslandi?
    Farið er yfir sögulega þróun smásöluverslana, fyrri rannsóknir á þessu sviði, fjárhagslega greiningu helstu smásala Íslands, hvaða áfangar hafa náðst hér á landi í sjálfvirknivæðingu auk fyrirmynda á þeirri vegferð og loks er farið í þemagreiningu á helstu niðurstöðum úr þeim viðtölum sem voru tekin.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna hvernig sjálfvirknivæðing smásöluverslana lítur út á Íslandi og hvaða tól og vélbúnaður er mest notaður á þeirri vegferð. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur einnig fram hvernig samlegðaráhrif stafrænnar þróunar og sjálfvirknivæðingar spila saman. Þau tól og sú gervigreind sem er notuð við að reyna hámarka nýtingu á hvern fermeter vegna minnkunar á verslunum skv. aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna hvernig sjálfvirknivæðing smásöluverslana lítur út á Íslandi, hvaða tól er einna helst stuðst við á þeirri vegferð og hvað framtíðin ber í skauti sér. Loks hvernig breytt neysluhegðun hefur áhrif á staðbundnar verslanir á Íslandi og kröfunar um heildrænni verslunar upplifun.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study the automation of retail stores in Iceland is looked at through various angles. In the theoretical part it was reviewed what tools and hardware both foreign and Icelandic stores have been using in automating their retail stores and how these factors can play together. The goal of this study was to see how automation in retail stores looks like in Iceland, the thoughts and opinions of customers was not looked at or how they viewed changes inside retail stores. To achieve this goal there were performed qualitative interviews with directors of major retail chains in Iceland and service companies involved in the retail business. The research question that was used as guiding light and put forth in the beginning of this research is: How does automation in retail stores in Iceland look like?
    Included in the theoretical background of this study is the historical change in retail stores, previous studies in this field, what breakthrough has been done in automation of retail stores in Iceland and role models in automation and finally the qualitative interviews are dissected and presented as major themes found.
    The results of this study indicate how automation in retail stores looks like in Iceland and what tools and hardware are most popular on that journey. Included in the results are the synergistic effect that digital transformation plays alongside automating processies. The tools and AI that is being used to combat shrinking retail stores to maximize every square meter due to zoning regulations. Finally how the change in consumer behavior is shaping the retail landscape in Iceland with demands for more omnichannel solutions.

Samþykkt: 
  • 13.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AstthorSindriEiriksson_BS_lokaverk.pdf823.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna