Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42548
Ferðaþjónusta er mikilvæg atvinnugrein og gerir ferðamönnum kleift að ferðast á milli landa og tengir heiminn saman á einn eða annan veg. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort ferðahegðun Íslendinga breyttist á tímum Covid-19. Miklar takmarkanir voru í gangi sem gerði Íslendingum og erlendum ferðamönnum erfitt fyrir að ferðast á milli landa. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegri og eigindlegri rannsóknaraðferð. Megindlegi hlutinn var framkvæmdur með rafrænni spurningakönnun sem var deilt á Facebook síðum rannsakenda, þar fengust 302 svör. Nýttur var viðtalsrammi í eigindlega hlutanum og tekin viðtöl við þrjá einstaklinga innan íslensku ferðaþjónustunnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ferðahegðun Íslendinga breyttist á tímum Covid-19 þó þátttakendur upplifa sig að hafa ekki breytt ferðahegðun sinni. Íslendingar ferðuðust víða um landið og skoðuðu vinsæla ferðamannastaði sem öllu jafnan hefðu verið vel sóttir af erlendum ferðamönnum. Það er nokkuð sem þeir hefðu ekki gert nema því svo fáir erlendir ferðamenn voru hér á landi. Niðurstöður sýna að Íslendingar eru tilbúnir að ferðast aftur erlendis við fyrsta tækifæri og því eru vísbendingar að ferðahegðun Íslendinga sé að komast aftur í sama farið og fyrir Covid-19.
Tourism is an important industry and enables tourists to travel between countries and connects the world in one way or another. The aim of this study was to examine whether Icelanders' travel behavior changed during the Covid-19 pandemic. Great restrictions were in place which made it difficult for tourists to travel between countries. The study was conducted using a quantitative and qualitative research methods. The quantitative research part was carried out with an electronic questionnaire that was shared on the researchers' Facebook pages, where 302 answers were received. An interview framework was used in the qualitative research part and interviews were conducted with three individuals within the Icelandic tourism industry.
The results of the study showed that Icelanders' travel behavior changed during the time of Covid-19, although participants feel that they did not change their travel behavior. Icelanders traveled all over the country and visited popular tourist destinations that would usually be well attended by foreign tourists. That is something they would not have done unless there were fewer foreign tourists in the country. Results show that Icelanders are ready to start traveling abroad again at the first opportunity and their travel behavior is going back to what it was before Covid-19.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ferðahegðun Íslendinga á tímum Covid-19.pdf | 1,54 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |