is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42554

Titill: 
  • Einkenni áhrifavalda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hafa stafrænir miðlar þróast töluvert og nýjar leiðir í markaðsmálum hafa litið dagsins ljós. Áhrifavaldamarkaðssetning er ein leið sem markaðsfólk er farið að nýta í miklum mæli í markaðsstarfi. Áhrifavaldar geta haft áhrif á vörumerkjaímynd og getur hún skilað vörumerkjum góðum árangri ef farið er rétt að.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða einkenni áhrifavalda hafa helst áhrif á kauphegðun mæðra barna á aldrinum 0-5 ára. Því var eftirfarandi rannsóknarspurning sett fram „Hvaða einkenni áhrifavalda hafa helst áhrif á mæður ungra barna?“ Til að komast nær því hvaða einkenni áhrifavaldar verða að búa yfir lagði rannsakandi fram spurningakönnun og var hún send út á samfélagsmiðlinum Facebook, bæði á Facebookhópinn „Mæðra tips“ sem og í gegnum fyrirtækjaaðgang rannsakanda. Þýði rannsóknarinnar voru mæður barna á aldrinum 0-5 ára og barst 621 svar í heildina. Ásamt spurningakönnuninni voru tekin viðtöl við þrjá sérfræðinga í samfélagsmiðlum. Svör úr megindlegu sem og eigindlegu rannsóknunum áttu að varpa ljósi á hvaða einkenni áhrifavaldar verða að búa yfir til að hafa áhrif á kauphegðun mæðra.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að áhrifavaldar verða að vera trúverðugir og einlægir. Einnig verða þeir að leggja upp úr að eiga í persónulegum samskiptum við fylgjendur sína og vera samkvæmir sjálfum sér. Til að nálgast mæður ungra barna er vænlegast til árangurs að áhrifavaldurinn eigi sjálfur barn og hafi sérþekkingu á vörunni sem hann er að auglýsa og noti hana í sínu daglega lífi.

Samþykkt: 
  • 13.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TanjaSifIngimundardottir_BS_lokaverk..pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.