Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42555
Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru hálfskipulögð viðtöl við fimm starfandi myndlistarmenn um sjálfstæði þeirra og listumhverfi út frá þeim hugtökum sem Pierre Bourdieu leggur til grundvallar í greiningum sínum um sjálfstæði (e.autonomy) ósjálfstæði/þvingun (e.heteronomy) og stigveldi (e.hierarchy) og svo virði (e.value).
Tilgangur þessarar rannsóknar er að leita eftir sjónarmiðum valins hóps listamannana á þessu hugmyndafræðilega „átakasvæði“ autonome/heteronomy – hinni klassísku spurningu sem fylgt hefur listheiminum frá því um miðja 18. öld: hvort listin búi yfir sjálfstæðri hugmyndalegri fagurfræði, hversu sjálfstæður listamaðurinn sé gagnvart utanaðkomandi áhrifum valds, efnahags, stigveldis eða félagslegs samhengis? Hvernig og hvaða utanaðkomandi þættir móta verkefni og störf listamannsins, og er hægt að slíta þessi andstæðu hugtök úr samhengi hvort við annað? Að einhverju leyti er þetta hugmyndin, sem í sinni einföldustu mynd hefur verið kölluð „Listin fyrir listina“ (e. Art for art's sake).
Aðferð eigindlegra viðtalsrannsókna var valin og hún byggð á kenningu Pierre Bourdieu um, akur hinar listrænnar framleiðslu, til að skapa umgjörð um rannsóknina og samtölin. Aðeins fimm myndlistarmenn tóku þátt í rannsókninni, sem er ekki stór sneið úr þýði íslenskrar myndlistarsenu og það kann að takmarka sjónarhornið, en allir viðmælendur hafa starfað lengi að myndlist og átt samfelldan og farsælan feril sem listamenn sem gaf á móti færi á að kafa dýpra í reynslu þeirra af glímunni við hugmyndaheiminn.
Það er skýr niðurstaða samtalsins að umræðan um sjálfstæða fagurfræði eða myndheim er mjög lifandi meðal þessa hóps myndlistarmanna með jákvæðum formerkjum. Ríkur hluti af starfi þeirra er að endurskoða og meta eigin hugmyndaheim, endurskapa hann og þróa og það er sambland þekkingar og meðvitaðrar umræðu við undirmeðvitund eða umhverfi sitt. Öll leggja þau mikið á sig til að verja sitt rými fyrir utanaðkomandi áhrifum og sú tilhneiging að rjúfa á milli afkomu eða áhrifa viðskipta og fjármagns til að vernda þeirra eigin sjálfsprotna hugmyndaheim er áberandi.
Lykilorð: sjálfstæði, ósjálfstæði, hugmyndaheimur, virði, táknrænt auðmagn, listheimur, listakur.
This thesis is a qualitative interview study, in which semi-structured interviews were conducted with five working artists in the visual art field, about their independence (e. autonomy) and art, based on the concepts that Pierre Bourdieu uses in his analyzes of autonomy, heteronomy, hierarchy and value.
The purpose of this study is to seek the views of those artists in this ideological "conflict zone" autonomy/heteronomy - this classic question that has accompanied the art world since the mid-eighteenth century, whether art has an independent ideological aesthetic, how independent the artist is to external influences, power , economic, hierarchy or social context? How and what external factors shape the artist's tasks and work, and will these opposing concepts be taken out of context with each other? To some extent, this is the idea, which in its simplest form has been called, "art for art's sake".
A choice was made to use Pierre Bourdieu's theory of the field of artistic production in order to give the study a frame. The artists who participated in the study are all working visual artists, who entered the field following the transformation with rise of conceptual art at the middle of the last century, and their art is greatly in the spirit of that change
The main results of this study are that the debate about independent aesthetics or the visual world is very much alive among artists in a positive perspective. It is a rich part of their job to reconsider, evaluate their own world of ideas and recreate and develop it, and that is a combination of knowledge and conscious discussion with their subconscious or environment. They all put a lot of effort into defending their working space from outside influences, and there is a noticeable tendency to break between the results or the effects of business and capital in order to protect their own spontaneous world of ideas.
Keywords: Autonomy, Heteronomy, World of ideas, Value, Symbolic capital Artworld, Art field.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Erling Jóhannesson_MA_Lokaverkefni.pdf | 1.04 MB | Open | Complete Text | View/Open |