is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42559

Titill: 
  • Hvaða efnislegu breytingar urðu á inntaki 194. gr. hegningarlaga með lagabreytingum árið 1992, 2007 og 2018 ?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er á sviði refsiréttar og fjallar um 194. gr. laga nr. 19/1940 ásamt síðari breytingum þar sem lögð er áhersla á mikilvægar breytingar frá árinu 1992 til ársins 2018. Miklar breytingar hafa verið gerðar á ákvæði 194. gr. Með lagabreytingum árið 1992 var heiti kaflans breytt úr Skírlífisbrot í Kynferðisbrot. Á ákvæðum kaflans voru gerðar tvær grundvallarbreytingar. Í fyrsta lagi voru ákvæðin gerð ókynbundin en fyrir hana höfðu þau verið kynbundin. Konur höfðu notið réttarverndar og aðeins getað verið þolendur en karlmenn hins vegar gátu eingöngu verið gerendur. Önnur kynferðismök voru, í annan stað, lögð að jöfnu við samræði en höfðu áður varðað vægari refsingu samkvæmt sérstöku ákvæði. Eftir lagabreytinguna urðu mörkin milli nauðgunar og annarra brota gegn kynfrelsi fólks skýrari ásamt því að orðalag þeirra færðist í nútímalegra form.
    Með lagabreytingum árið 2007 kom hugtakið sjálft fram í ákvæðinu ásamt lýsingu á því hvað í því fælist, það var nýmæli. Önnur kynferðisnauðung (áður 195.gr., sbr. 3. gr. laga nr. 40/1992) og (áður 196. gr. hgl., sbr. 4. gr. laga nr. 40/1992) féllu undir hugtakið nauðgun ásamt því að varða sömu refsingu líkt og hefðbundið nauðgunarbrot. Túlkun nauðgunarhugtaksins var rýmkuð. Hugsunin var sú með tilkomu hins nýja ákvæðis um nauðgun að það tæki til þeirra atvika þar sem fram færu, án samþykkis, kynmök við þolanda ásamt því að skýlaust samþykki til kynmakanna skorti. Ákvæði 194. gr. var skipt upp í tvær málsgreinar með lagabreytingunni. Var það gert með það fyrir augum að í 1. mgr. væri að finna ákvæði um refsinæmi þess, til að ná fram kynmökum, að beita ofbeldi, hótunum ellegar annars konar ólögmætri nauðung (sbr. 194. gr. og 195. gr. laga nr. 40/1992), efni 196. gr. laga nr. 40/1992 var hins vegar í 2. mgr. 194. gr., ákvæðisins.
    Með lagabreytingum árið 2018 var samþykkið sett í forgrunn og útlistað í sjálfu ákvæðinu hvenær samþykki væri fyrir hendi og ekki. Sömu hugtök voru í þeirri skilgreiningu líkt og var í nauðgunarákvæðinu frá 2007, þ.e.a.s. hótanir, ofbeldi, ellegar annars konar ólögmæt nauðung. Einnig var því bætt við að samþykki sé ekki fengið með því að hagnýta sér villu viðkomandi eða beita blekkingum um aðstæður.

Samþykkt: 
  • 18.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónas Halldór Sigurðsson ML_lokaverk.pdf667,41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna