is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4256

Titill: 
  • Ofbeldi gegn öldruðum. Viðhorf, þekking og reynsla starfsfólks í heimaþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni sem hér er gerð grein fyrir var markmiðið að kanna viðhorf þekkingu og reynslu heimaþjónustustarfsfólks af ofbeldi gegn öldruðum. Spurningalisti var lagður fyrir starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík árið 2007. Svarhlutfall var um 60%.
    Um fjórðungur svarenda virðist hvorki telja vanrækslu né fjárhagslega misnotkun til birtingarmynda ofbeldis gegn öldruðum og skilgreina því hugtakið fremur þröngt. Bæði siðferðileg álitamál í umönnun og mat starfsmanna á alvarleika atvika geta haft áhrif á hvaða aðstæður starfsmenn skilgreina sem ofbeldi. Mikill meirihluti taldi sig þurfa meiri fræðslu um ofbeldi gegn öldruðum, þrátt fyrir að 62% starfsmanna segðist áður hafa fengið fræðslu um efnið. Rúmur fjórðungur svarenda sagðist annaðhvort hafa orðið vitni að eða grunað ofbeldi gegn öldruðum á sl. 12 mánuðum. Hlutfallið var hærra hjá starfsmönnum heimahjúkrunar (44%) en hjá starfsmönnum félagslegrar heimaþjónustu (20%). Þeir sem höfðu orðið vitni að ofbeldi höfðu allir brugðist á einhvern hátt við til að styðja við þolandann eða koma í veg fyrir endurtekningu. Mikill meirihluti taldi að starfsmenn sem verða vitni að eða grunar ofbeldi ættu að segja frá því en 28% svarenda voru óvissir um hvert þeir ættu að leita með upplýsingarnar.
    Niðurstöður benda til að starfsmenn heimaþjónustu séu í lykilstöðu til að greina ofbeldi gegn öldruðum og koma þolendum til hjálpar. Mikilvægt er að efla færni þessarra starfsmanna til að greina og meðhöndla grunsemdir um ofbeldi. Jafnframt þarf að útbúa skýran farveg fyrir bæði starfsmenn og aðra til að koma grunsemdum eða upplýsingum um ofbeldi á framfæri. Þar sem svo margir starfsmenn vinna á heimilum þar sem merki eru um vanrækslu benda niðurstöður einnig til að efla þurfi heimaþjónustu til þeirra veikustu og þá sérstaklega til þeirra sem eiga við heilabilun að stríða.

Styrktaraðili: 
  • Félagsráðgjafarfélag Íslands
Samþykkt: 
  • 11.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF_fixed.pdf10.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna