is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42563

Titill: 
  • "Verðlaunin eru að finna að maður er að gera gagn" Rannsókn á hvatningu félagsráðgjafa í starfi
  • Titill er á ensku "The reward is the feeling that you are making a difference" Research on social workers' work motivation
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eðli vinnu hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum áratugum. Hér áður fyrr vann fólk einungis til að eiga í sig og á, en nú til dags gerir fólk mun ríkari kröfur til vinnu. Vellíðan í vinnu getur haft áhrif á almenna vellíðan fólks og því skiptir hönnun starfs og starfsumhverfi miklu máli. Starf og starfsumhverfi getur einnig átt stóran þátt í hvatningu starfsfólks og þar með starfsánægju, frammistöðu og framleiðni. Rannsóknir sýna að ytri hvatning getur leitt af sér skjótar breytingar á frammistöðu, en ef hún á að vara til langs tíma þarf hvatningin að koma innan frá.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvað hvetur félagsráðgjafa í starfi. Rýnt verður í hvort þeir séu drifnir áfram af innri eða ytri hvatningu og hvað það er sem hefur áhrif á hvatningu þeirra. Framkvæmd var viðtalsrannsókn sem náði til 12 starfandi félagsráðgjafa. Slík rannsóknaraðferð veitir góða innsýn í reynslu og upplifun viðmælenda og betri skilning á viðfangsefninu.
    Það sem hvetur félagsráðgjafa er starfið sjálft, verkefnin og að finna að þeir geri gagn. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að félagsráðgjafar séu drifnir áfram af innri hvatningu. Þeir eru mjög meðvitaðir um mikilvægi starfs síns, það hefur mikla þýðingu fyrir þá og gefur þeim mjög mikið. Á móti kemur að starfið er mjög krefjandi og því er mikilvægt að félagsráðgjafar hafi úrræði til að vinna gegn kröfunum. Niðurstöðurnar eru í takt við aðrar rannsóknir og kenningar um innri hvatningu.

  • Útdráttur er á ensku

    The nature of work has changed tremendously in recent decades. People formerly worked only to survive, but nowadays people make higher demands toward their job. Organizational well-being can affect the general well-being of people and therefore the design of the job and the work environment are very important. Work and work environment can also play a large part in motivating employees and thus job satisfaction, performance and productivity. Research shows that extrinsic motivation can lead to rapid changes in performance, but if it is to last, the motivation must come from within.
    The aim of this study is to examine the work motivation of social workers. It will be examined whether they are driven by intrinsic or extrinsic motivation and what influences their motivation. An interview research was conducted which included 12 employed social workers. The research method provides a good insight into the interviewees‘ experience and a better understanding of the subject.
    What motivates social workers is the work itself and the impact they have on people‘s lives. Therefore the results of the study indicate that social workers are driven by intrinsic motivation. They are very aware of the importance of their work, it is meaningful and rewarding. On the other hand, the job is very demanding and thus it is important that social workers have the resources to buffer out the job demands. The results comport with other research and theories on intrinsic motivation.

Samþykkt: 
  • 18.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AstaKatrinGestsdottir_MS_lokaverk..pdf664.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna