is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42567

Titill: 
  • "Góð samskipti koma góðu í verk" Áhrif stjórnunaraðferða næsta yfirmanns á starfsánægju nýliða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mannauðurinn er ein sú mikilvægasta auðlind sem hver skipulagsheild hefur á að skipa hverju sinni. Starfsánægja starfsmanna hefur jákvæð áhrif á starfsárangur og þar með framleiðni og árangur fyrirtækja. Fjölmargir þættir hafa áhrif á starfsánægju. Niðurstöður rannsóknar um áhrif stjórnunar og ólíkra stjórnunarkenninga á starfsánægju hafa greint niðurstöður um jákvæð tengsl. Aftur á móti hafa fáar rannsóknir rýnt í áhrif stjórnunar á starfsánægju út frá því á hvaða lífsskeiði starfsmaðurinn er staddur, þ.e. hvort hann teljist sem nýliði eða fullgildur starfsmaður. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif stjórnunaraðferða næsta yfirmanns á starfsánægju nýliða sem og áhrif umbreytingarstjórnunar á starfsánægju nýliða. Rannsóknarspurningar voru „Hvaða áhrif hefur stjórnunaraðferð næsta yfirmanns á starfsánægju nýliða?“ og „Hvaða áhrif hefur umbreytingarstjórnun á starfsánægju nýliða?“ Valin voru af hentugleika tvö fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur rannsóknar voru einstaklingar sem höfðu starfað hjá fyrirtækinu í 12 mánuði eða skemur. Til að svara rannsóknarspurningum rannsóknar var framkvæmd eigindleg hálf-opin viðtalsrannsókn. Í heildina voru tekin viðtöl við 12 einstaklinga. Niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingar um að ef stjórnunaraðferð næsta yfirmanns einkennist af góðum samskiptum, sem bera megineinkenni skilnings og trausts. Jafnframt að hagsmunir og framkoma hans endurspegli háa tilfinningagreind þá hafi það jákvæð áhrif á starfsánægju nýliða. Eins sýna niðurstöður vísbendingar um að beri næsti yfirmaður hluta af einkennum umbreytingastjórnunar, þ.e. hugræn áhrif (e. idelized influence) og einstaklingsmiðuð tillitssemi (e. individual consideration), þá hafi hann jákvæð áhrif á starfsánægju nýliða.

  • Útdráttur er á ensku

    For every organization their most valuable resource is human resources. Where employee satisfaction plays a significant role in job performance and, accordingly, business productivity and performance. Results from research on the effects of management and different management theories on job satisfaction indicate that there is a positive correlation. On the other hand, relatively few studies have examined the effect of management on job satisfaction based on the period of life the employee belongs to within the organization, i.e., whether he is a new employee or not. The purpose of this study was to assess the influence of manager's leadership methods and the influence of transformational leadership on new employee job satisfaction. The research questions were “What impact does leadership style have on new employee’s job satisfaction?” and “What impact does transformational leadership have on new employee’s job satisfaction?” Two companies in the capital area were selected using a convenience sample. Participants in the study were employees who had worked for the company for 12 months or less. A semi-structured qualitative interview study was conducted to answer the research question. A total of 12 individuals were interviewed. The results of the study indicate that if the manager's leadership method is characterized by good communication, with understanding and trust at the forefront. As well as manager´s emphasis and behavior reflect a high level of emotional intelligence, it has a positive effect on new employee’s job satisfaction. Similarly, the results indicate that if managers bear some of the characteristics of transformational leadership, i.e., idealized influence and individual consideration, it has a positive effect on new employee´s job satisfaction.

Athugasemdir: 
  • Lykilorð: Starfsánægja, nýliði, stjórnun, umbreytingastjórnun
Samþykkt: 
  • 18.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1_Mastersritgerð - Íris Björg Birgisdóttir_Loka.pdf754.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna