Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42569
Margar íslenskar skipulagsheildir ganga nú í gegnum viðamiklar breytingar á starfsemi sinni, breytingar sem ganga undir nafninu stafrænar umbreytingar. Breytingarnar fela meðal annars í sér innleiðingu tækninýjunga, upptöku nýrra verkferla og breyttar áherslur í rekstri. Talið er að umbreytingin muni hafa töluverð áhrif á starfsfólk og störf þeirra. Einnig er talið að leiðtogar, þar með talið millistjórnendur, þurfi að aðlaga sig að kviku umhverfi og nýjum áskorunum sem fylgja stafrænum umbreytingum.
Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn í hlutverk millistjórnenda og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í stafrænum umbreytingum, ásamt því að kanna hvaða breytingar kunna að verða á störfum starfsfólks. Stuðst er við eigindlega aðferð og tekin viðtöl við átta millistjórnendur sem starfa hjá einkareknum og opinerum skipulagsheildum. Þemagreiningu er beitt á gögn úr viðtölunum til að fá heildstæða mynd af upplifun viðmælenda, finna mynstur og tengsl milli þema.
Helstu niðurstöður benda til þess að lykilhlutverk millistjórnenda í stafrænum umbreytingum sé að tryggja upplýsingaflæði, valdefla starfsfólk og vinna með hugarfar þeirra. Helstu áskoranir millistjórnenda felast í því að sannfæra starfsfólk sitt um virði breytinganna, tryggja hæfnikröfur starfsfólks ásamt því að mæta breyttum væntingum til ráðningasambandsins. Einnig kemur fram að millistjórnendur sjá fyrir sér breytingar á störfum sem fela meðal annars í sér að sum störf verði úreld og störfin sem eftir verða krefjist meiri sérfræðiþekkingar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að millistjórnendur standi frammi fyrir krefjandi áskorunum og séu á lærdómsríkri vegferð sem kyndilberar stafrænna umbreytinga.
Many Icelandic organizations are undergoing extensive changes to their operations, known as digital transformation. The changes include, for example, the implementation of technological innovations, new work processes, and new operational priorities. It is believed that the transformation will significantly impact staff and their jobs. Also, it is believed that leaders, including middle managers, will have to adapt to a disruptive environment and new challenges that follow digital transformation.
This thesis aims to gain insight into the role of middle managers and the challenges they face during digital transformation and examine what changes may occur in employees' work. Qualitative methods are used, and interviews are conducted with eight middle managers who work for private and public organizations. Thematic analysis is applied to the data from the interviews to get a comprehensive picture of the interviewees' experiences and find patterns and connections between themes.
The main findings suggest that the critical role of middle managers in digital transformation is to ensure the flow of information, empower the staff and improve their mindset. The main challenges for middle managers are to convince their employees of the value of the changes, ensure the skills required of the employees, and meet the changing expectation of the employment relationship. Middle managers expect jobs to change during the transformation, for example, some jobs becoming obsolete and others requiring a greater level of expertise. The results imply that middle managers face a challenging and instructive journey as torchbearers of digital transformation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MargretPetursdottir_MS_lokaverk.pdf | 1.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |