is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4257

Titill: 
  • „Mig langar bara að lifa eðlilegu lífi.“ Upplifun og aðstæður hælisleitenda á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frá árinu 1990 hafa 679 hælisleitendur komið til landsins, en aðstæður þeirra og reynsla af því að sækja um hæli hérlendis hafa ekki verið rannsakaðar. Ritgerð þessi byggist á eigindlegri rannsókn á aðstæðum hælisleitenda á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á málefnum hælisleitenda á Íslandi og að varpa ljósi á aðstæður þeirra hérlendis. Í rannsókn þessari er gerð grein fyrir hlutverki félagsráðgjafa og annarra fagaðila í starfi með hælisleitendum og gagnlegum nálgunum sem þeir geta nýtt á sviði fjölmenningar. Gagna var aflað með eigindlegum rannsóknaraðferðum, m.a. voru tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem hafa upplifað málsmeðferð hælisumsókna hérlendis auk fjögurra starfsmanna sem starfa á þessu sviði en hælisleitendur fá ýmsa þjónustu frá Reykjanesbæ, Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að viðmælendur höfðu mismunandi skoðanir á þjónustunni, bæði var rætt um jákvæða og neikvæða þætti, og komu fram ýmsar tillögur um bætta þjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós, að þeir hælisleitendur sem tekin voru viðtöl við fannst erfitt að búa við aðgerðaleysi á meðan þeir voru að bíða úrlausn mála sinna. Þeir upplifðu sig einnig félagslega einangraða á gistiheimilinu Fit, þar sem þeir dvelja skv. samningi Útlendingastofnunar við Reykjanesbæ. Nokkrir viðmælendur töldu erfitt að hefja aðlögun að íslensku samfélagi á meðan þeir biðu úrlausnar á hælisumsókn sinni, þar sem mikil óvissa væri um framtíð þeirra.
    Lykilorð: hælisleitendur, aðstæður, þjónusta, framtíðarsýn, félagsráðgjöf.

Styrktaraðili: 
  • Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands
Samþykkt: 
  • 11.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jan_fixed.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna