is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42572

Titill: 
  • Áherslur hlaðvarpsþáttastjórnenda í vali á auglýsingum : ,,Sumu er bara drulluerfitt að koma inn í umræðuna"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlaðvarpshlustun er sennilega orðin partur af daglegu lífi margra og hafa vinsældirnar aukist mikið á síðustu árum. Fyrirtæki hafa áttað sig á vinsældunum og mörg hver nýta sér hlaðvarpsmiðilinn til að auglýsa vörur og þjónustu. Það eru því mörg hlaðvörp í dag sem innihalda auglýsingar af einhverju tagi. Markmið þeirrar rannsóknar sem ritgerð þessi fjallar um var að fá innsýn inn í áherslur hlaðvarpsþáttastjórnenda þegar kemur að því að velja vörur og þjónustu til að auglýsa í hlaðvarpsþáttum þeirra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þáttastjórnendur sex hlaðvarpa. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þeir hlaðvarpsþáttastjórnendur sem rætt var við eru flestir meðvitaðir um að vörur eða þjónusta sem auglýstar eru í hlaðvörpum þurfi að henta þeim sjálfum, þeirra hlaðvarpi og hlustendahópi þeirra. Þrátt fyrir að vera meðvitaðir um ofangreint voru ekki allir þáttastjórnendur sem tileinkuðu sér þau vinnubrögð þegar kom að því að velja auglýsendur, en þar spiluðu fjárhagslegar aðstæður stórt hlutverk, því það að halda úti hlaðvarpi kostar tíma og vinnu. Þáttastjórnendur nefndu jafnframt að ferlið sem á sér stað, áður en auglýsing birtist í hlaðvarpinu, sé auðvelt og skýrt og samskipti við auglýsendur mjög góð. Ekkert þeirra hlaðvarpa sem um ræðir í þessari rannsókn höfðu auglýsendur með sér í upphafi og þurftu flestir þáttastjórnendur að leitast sjálfir eftir samstarfi til að byrja með. Rannsóknir um hlaðvörp eru af skornum skammti og er þessi rannsókn viðbót í þann fræðibanka sem vonandi fer ört stækkandi. Rannsóknin er gagnleg hlaðvarpsþáttastjórnendum sem standa frammi fyrir ákvarðanatöku er varðar auglýsingar og vilja hafa hlustendur sína að leiðarljósi. Hún gæti einnig verið gagnleg fyrirtækjum sem eru viljug til að auglýsa í hlaðvörpum, á þann hátt hvernig og hvaða hlaðvarpsþáttastjórnendur og hlaðvörp séu árangursríkust fyrir þau að vinna með, með tilliti til hlustendahóps hlaðvarpsins.

Samþykkt: 
  • 19.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.senda.pdf380.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf357.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF