en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42577

Title: 
  • Title is in Icelandic Ákvörðun árslauna við óvenjulegar aðstæður sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með áherslu á erlenda aðila sem hafa nýhafið störf hér á landi
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þegar að tjónþoli verður fyrir líkamstjóni er að mörgu að huga hvað varðar ákvörðun skaðabóta. Valdi líkamstjónið varanlegri skerðingu á getu hans til þess að afla vinnutekna á hann rétt á skaðabótum fyrir þá varanlegu örorku sbr. 5.-9. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.
    Bætur fyrir varanlega örorku tjónþola eru metnar til fjárhæðar á grundvelli þriggja stærða, þ.e. örorkustigs, árslauna og margfeldisstuðuls. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er ein af þessum þremur stærðum, en nánar tiltekið verður fjallað um ákvörðun árslauna við óvenjulegar aðstæður sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með áherslu á erlenda aðila sem hafa nýhafið störf hér á landi. Farið verður yfir skilyrði fyrir beitingu þeirrar undantekningarheimildar, hvenær aðstæður slíkra tjónþola teljast vera óvenjulegar í skilningi ákvæðisins og til hvaða atriða er litið þegar árslaun þeirra eru ákvörðuð. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er ákvörðun árslauna erlendra aðila sem hafa nýhafið störf á Íslandi. Tekin verður almenn umfjöllun um innflytjendur hér á landi en svo vikið að helstu atriðum sem hafa þýðingu við ákvörðun árslauna hjá þessum aðilum. Vikið verður að nýlegri dómaframkvæmd um efnið þar sem dómar Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstóla verða reifaðir og ályktanir dregnar af þeim um gildandi rétt. Þá verður stuttlega vikið að dönskum rétti og hann borinn saman við þann íslenska og í síðasta kafla verður svo greint frá helstu niðurstöðum höfundar um viðfangsefnið.

Accepted: 
  • Aug 2, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42577


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð.pdf546.39 kBLocked Until...2023/10/21Complete TextPDF
Yfirlýsing - skemman.pdf500.65 kBLockedDeclaration of AccessPDF