Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42583
Í þessari ritgerð er umfjöllunarefnið afturvirkni laga með áherslu á bannreglu í þeim efnum. Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er hvort 3. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir hgl.) fer gegn grundvallarreglunni um fortakslaust bann við íþyngjandi afturvirkni refsilaga. Í öðrum kafla er fjallað almennt um afturvirkni laga, einkum skilgreiningar, sjónarmið og þau grunnrök sem þar liggja að baki. Í þriðja kafla er fjallað um þær skráðu sérreglur og sjónarmið sem gilda um afturvirkni refsilaga. Áhersla er lögð á grundvallarregluna um bann við afturvirkni refsilega sem er fundinn staður í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrá Íslands nr. 33/1944 (hér eftir stjskr.). Fjallað er um 1. og 2. gr. hgl. sem hafa varðveitt sömu grundvallarreglu löngu áður en hún var fest í stjórnarskrá. Dómar eru teknir sem dæmi til að undirstrika í hverju bannreglan er fólgin. Í fjórða kafla er umfjöllunarefnið 3. gr. hgl. sem lítur að ítrekunaráhrifum þegar sú staða er uppi að refsiákvæði taka breytingum eftir að fyrri dómur fellur og áður en dómur er kveðinn upp í seinna máli. Markmiðið er skoða sérstaklega tengslin við grundvallarreglu um bann við íþyngjandi afturvirkni refsilaga. Í því samhengi er dómaframkvæmd skoðuð og notuð til að rökstyðja áhersluatriði í þeim efnum. Sérstaklega er litið til Hrd. 9. desember 2021 (30/2021) (Ítrekunaráhrif). Dómurinn er rakinn ásamt niðurstöðum á fyrri dómstigum og álitaefnin dregin fram sem lúta að samspili 3. gr. hgl. og banni við afturvirkni refsilaga. Í lokin eru helstu niðurstöður dregnar saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð_jhe7.pdf | 420,68 kB | Lokaður til...24.08.2025 | Heildartexti | ||
Skemman.pdf | 3,53 MB | Lokaður | Yfirlýsing |