Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42586
Dómarar gegna veigamiklu hlutverki í ríki sem vill kenna sig við réttarríki. Hlutverk dómara er víða afmarkað í Stjórnarskrá, Mannréttindasáttmála Evrópu, réttarfarslögum og lögum um dómstóla. Sífellt eru gerðar strangari kröfur til sjálfstæðis, óhlutdrægni, skilvirkni og afkasta dómara. Kemur þessi þróun til vegna aukins alþjóðasamstarfs og viðhorfsbreytingu gagnvart þeim sem borinn eru sökum um saknæma háttsemi. Meginhlutverk dómara er lögum samkvæmt að leysa úr ágreiningi og tryggja þannig almennt réttaröryggi, vernda frelsi og réttindi einstaklings og stuðla að allsherjarfriði í þjóðfélaginu.
Í ritgerðinni er megináhersla lögð á það hvernig hlutverk dómara birtist í meginreglum sakamálaréttarfars. Skoðun á meginreglum sakamálaréttarfars veitir góða innsýn í hvernig hlutverk dómara er á umræddu réttarsviði þar sem meginreglur sakamálaréttarfars móta sviðið með grunnrökum sem sækja stoð í hugmyndir um réttarríkið.
Hlutverk dómara er veigamikið í sakamálum vegna aðstöðumun milli ákæruvalds og sakbornings. Hann gegnir því lykilhlutverki að gæta þess að hagsmunir sakbornings verði ekki skertir að óþörfu. Meginreglur sakamálaréttarfars mæla fyrir um grunnreglur sem taldar eru nauðsynlegar svo málsmeðferðir séu réttlátar. Bæði vernda þessar meginreglur almannahagsmuni sem og hagsmuni sakbornings, þær stuðla að því að sem réttust niðurstaða fáist í hverju máli, mál séu ekki dreginn á langinn og jafnræði ríki milli aðila.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staðfesting fyrir skemmu.pdf | 296.18 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Hlutverk Dómara í sakamálum BA- rigerð.pdf | 335.03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |