Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42601
Lokaverkefni þetta er tvíþætt. Annars vegar er það smáritið Ritlingur og hins vegar er það greinargerð til stuðnings smáritsins. Ritlingur er smárit með það markmið að auka þekkingu stuðningsaðila innan grunnskólans á greiningunum ADHD, einhverfu, kvíða og Downs heilkenninu. Rannsóknir hafa sýnt að þessarar þekkingar er þörf svo hægt sé að uppfylla áherslur skóla án aðgreiningar um menntun fyrir alla. Farið er yfir megin atriði þessara greininga ásamt því að koma fram með verkfæri sem gagnast vel í vinnu með börnum með þessar greiningar og heilkenni og eru þau persónumiðuð nálgun, tákn með tali og TEACCH hugmyndafræðin. Í greinargerðinni var eftirfarandi rannsóknarspurningum svarað; í hverju felst persónumiðuð nálgun í skólastarfi og hvernig er hægt að miðla hugmyndinni að persónumiðaðri nálgun til stuðningsaðila innan grunnskólanna. Við vinnslu verkefnisins var haft samband við félagasamtök sem tengjast greiningunum sem eru ADHD, einhverfa, kvíði og Downs heilkennið sem eru til umfjöllunar ásamt því að notast var við opinber gögn, fræðigreinar, bækur og stofnanir. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að þekking stuðningsfulltrúa á greiningum og heilkennum barna innan grunnskólakerfisins er mjög ábótavant og mikilvægt er að bæta úr því. Smáritið Ritlingur mun gera aðgengi að upplýsingum á helstu greiningum ásamt Downs heilkenninu auðveldari ásamt því að auka þekkingu allra starfsmanna innan grunnskólanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Smáritið Ritlingu - BA verkefni.pdf | 502.2 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Smáritið Ritlingur.pdf | 833.99 kB | Opinn | Bæklingur | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni.pdf | 148.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |