Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42604
Ferðalög og útivist eru mikilvægur þáttur í lífi margra enda fæst margvíslegur ávinningur af slíkum tómstundum. Þar ber helst að nefna andlega og líkamlega vellíðan, streitulosun og minnkun af upplifun af félagslegri einangrun. Fatlað fólk hefur þó ekki jöfn tækifæri til ferðalaga og útivistar og ófatlað fólk sökum skorts á aðgengi og fjármagni. Þá hefur einnig áhugasvið og geta stuðningsaðila hverju sinni áhrif á tækifæri fatlaðs fólks til þátttöku í slíkum tómstundum. Í verkefninu stóðu höfundar, í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, fyrir skipulagningu og framkvæmd dagsferða fyrir fatlað fólk sem nýtir sér stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar og bar verkefnið nafnið Ferðahópurinn. Ferðahópnum er ætlað að stuðla að auknu aðgengi fatlaðs fólks að ferðamennsku og valdefla það til frekari þátttöku á eigin vegum að ferðunum loknum. Í þessu verkefni munu höfundar svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er hægt að standa að, skipuleggja og framkvæma dagsferðir innanlands fyrir fatlað fólk með mannlegan margbreytileika og fjölbreyttar þarfir allra að leiðarljósi? Þeirri spurningu munu höfundar svara með handbók um skipulagningu, undirbúning og framkvæmd dagsferða með fötluðu fólki sem byggð er á gögnum sem fengust úr ferðum Ferðahópsins. Með handbókinni fylgir greinagerð henni til rökstuðnings sem inniheldur fræðilegan grunn verkefnisins en meginhugtök hans eru aðgengi, þátttaka, algild hönnun, félagsleg ferðaþjónusta og sjálfstætt líf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ferðahópurinn.pdf | 455.53 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Handbók.pdf | 1.92 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 40.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |