is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42606

Titill: 
  • Krossbandaslit hjá konum : áhættuþættir og fyrirbygging
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hnéliðurinn er flókinn liður sem samanstendur af lærlegg, sköflung, hnéskel, liðböndum og liðþófum. Fremra krossbandið er aðal stöðugleiki hnéliðsins og eru fremri krossbandaslit algeng meiðsli á meðal íþróttafólks. Þeim hefur fjölgað mikið undanfarin ár og eru konur í töluvert meiri hættu á að verða fyrir meiðslunum. Áhættuþættir meiðslanna hafa mikið verið rannsakaðir ásamt kynjamun á tíðni meiðslanna og er markmið ritgerðarinnar að kanna hvaða þættir stuðla að þessum kynjamun. Líkamsbygging, hormón, líkamsbeiting og líkamsstyrkur eru innri áhættuþættir og geta þeir verið mismunandi á milli kynja og talið er að þeir geti stuðlað að kynjamun. Ytri áhættuþættir eru utanaðkomandi og geta áhrif þessara þátta verið mismunandi eftir einstaklingum en þeir stuðla ekki endilega að kynjamun þegar kemur að fremri krossbandaslitum. Vegna aukningar á fremri krossbandaslitum undanfarin ár er innleiðing fyrirbyggjandi þjálfunaráætlana í þjálfun mikilvæg og hafa margar mismunandi áætlanir verið þróaðar. Flestar innihalda þær blöndu af mismunandi þjálfunarþáttum og hafa þessar þjálfunaráætlanir verið árangursrík forvörn.

Samþykkt: 
  • 19.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_ElínBrá.pdf766.07 kBLokaður til...09.05.2032HeildartextiPDF
Yfirlýsing_ElínBrá.pdf427.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF