Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42607
Kveikjan að efni þessarar ritgerðar má rekja til þess að höfundur hefur margoft velt fyrir sér hvers vegna svo mikið er um skipulagt starf í leikskólum eins og hópastarf og innlagnir á fyrir fram gefnu námsefni. Samt sem áður er fjallað um leikinn sem meginnámsleið barna jafnt í aðalnámskrá leikskóla sem í fræðilegri umræðu. Því lék höfundi forvitni á að skoða leikinn sem meginnámsleið barna. Leikurinn, sjónarmið og vellíðan barna, lýðræðislegar hugmyndir um nám á forsendum barna, námsumhverfi, samskipti og hlutverk kennara eru skoðuð út frá spurningunni "hvaða áhrif hefur námsumhverfi á rými barna til leiks?".
Helstu niðurstöður eru þær að mikilvægt er að kennarar taki mið af sjónarmiðum barna þegar námsumhverfi er skipulagt. Einnig er mikilvægt að kennarar fylgist með leik barna til að meta nám sem fer fram í leiknum og til að geta veitt viðeigandi aðstoð m.a. með því að setja orð á athafnir og hluti og til að efla samskiptafærni barna. Skipulag hefur áhrif á samskiptahætti í leikskólum og gefa þarf leiknum tíma í skipulagi. Eins þarf að taka mið af sjónarmiðum barna bæði til að auka vellíðan þeirra og valdefla þau í eigin námi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rými barna til leiks í leikskóla - B.ed verkefni - Elín Guðrún Tómasdóttir.pdf | 453.55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf | 39.85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |