is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42609

Titill: 
  • Námsumhverfi yngstu barna leikskólans : áhrif á leik og nám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um námsumhverfi yngstu barna leikskólans. Þessi börn sem eru á fyrstu þremur árum lífsins eru einstakur hópur leikskólabarna að því leyti að þau nota ekki tungumálið sem aðaltjáningarleið sína. Þau nota líkamstjáningu til þess að skapa merkingu í samskiptum sínum við umhverfið og eru samhliða því að þróa hreyfifærni sína. Því er munur á því hvernig námsumhverfið er skipulagt fyrir þessi börn og þau eldri. Börnin eru einnig að hefja leikskólagöngu sína og kemur þar mikilvægi leikskólakennarans fram. Leikskólakennari þarf að byggja upp góð tengsl við barnið svo það finni fyrir öryggi á nýjum vettvangi ásamt því að byggja upp öflugt foreldrasamstarf. Viðhorf hans og gildi hafa þá einnig áhrif á námsumhverfið og skipulagningu þess. Efnislegt námsumhverfi samanstendur af rými innandyra sem utan ásamt efnivið. Námsumhverfið hefur áhrif á leik og nám barnanna og er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við skipulagningu þess. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða þættir eru mikilvægir þegar námsumhverfi yngstu barnanna í leikskólanum er skipulagt.

Samþykkt: 
  • 19.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Námsumhverfi yngstu barna leikskólans.pdf499.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
scan (3).pdf377.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF