is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4261

Titill: 
  • Akureyrarlíkanið. Aðferðir og áhrif stjórnunar á samþættingu í þjónustu Akureyrarbæjar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Akureyrarbær hefur náð góðum árangri við útfærslu á samþættri þjónustu samkvæmt niðurstöðum þessarrar rannsóknar. Þessi árangur náðist með liðsvinnu starfsmanna, viðeigandi þekkingu og þverfaglegri samvinnu deilda bæjarins. Nýsköpun og hæfni var mikilvæg þeim árangri sem náðist. Lögð var áhersla á að skoða velferðarþjónustu í eftirfarandi málaflokkum: Málefni fatlaðra, heilsugæslu, þjónustu við aldraða, félagsþjónustu, barnavernd og skólaþjónustu.
    Viðfangsefnið var flutningur á þjónustu frá ríkisstofnunum til bæjarfélagsins sem var hluti af reynslusveitarfélagsverkefni starfrækt var á árunum 1994 - 2000. Rannsökuð var sú nálgun sem birtist í breytingunum. Reynt var að greina aðferðir og þá nálgun sem stjórnendur notuðu. Grunnspurningin hér var; Hvort kerfisbundinni aðferð var beitt í stjórnun við þessa samþættingu? Gengið var út frá formlegri nálgun, s.s. fyrirliggjandi skipuriti, notkun þekktra stjórnunaraðferða og teflt saman við óformlega nálgun sem fólst í valdeflingu, félagslegum tengslum og samvinnu. Niðurstöðurnar staðfesta að hér sé um að ræða líkan sem yfirfæra má á önnur sveitarfélög við hliðstæðar breytingar og aðlaga að fyrirliggjandi menningu sveitarfélags. Með Akureyrarlíkanið að fyrirmynd er lagt til að þjónustusvæði smærri sveitarfélaga verði sameinuð en hjá Reykjavíkurborg verði haldið áfram að byggja upp þjónustu í hverfum með sambærilegum aðferðum og beitt hefur verið hjá Akureyarbæ. Þungamiðja líkansins er starfsfólkið og fagleg vinnubrögð þess. Með því að fela fagfólki og viðskiptavinum þess stærra hlutverk við ákvarðanatöku og útfærslu þjónustunnar þá má ná fram þjónustu við hæfi, betri nýtingu fjármuna og þar með skilvirkara sveitarfélag.

Samþykkt: 
  • 11.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_Akureyrarlíkanið.pdfa.pdf913.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna