is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42613

Titill: 
  • Virðingarríkt tengslauppeldi : innihald, áherslur og orðræðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skýrslan er lokaverkefni til BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands. Í þessu lokaverkefni er umfjöllunarefnið uppeldisstefna sem kallast virðingarríkt tengslauppeldi (e. Resources for infant educarers / RIE). Við skoðuðum hvað felst í stefnunni, hverjir eru helstu talsmenn hennar á Íslandi ásamt að taka viðtöl bæði við talsmennina og einnig við föður sem notar þessa uppeldisaðferð við uppeldi barna sinna. Einnig rannsökuðum við þá orðræðu sem sett er fram um þessa uppeldisaðferð á Facebook-síðu stefnunnar. Þannig leituðumst við eftir því að fanga orðræðuna sem er í gangi um stefnuna. Hugmyndafræði virðingarríks tengslauppeldis snýst um að foreldrar setja börnum sínum skýr mörk og virða þau ásamt að sýna yfirvegun í samskiptum. Markmiðið er að leyfa þroskaferlum barna að eiga sér stað með eins náttúrulegum hætti og hægt er og leyfa börnum að finna tilfinningum sínum farveg – hvort sem þeim líður vel eða illa. Niðurstaða úr viðtölum og greiningu orðræðunnar er að gagnrýni leynist víða en helst hjá fólki sem veit lítið um stefnuna og hefur því orðræðan verið bæði neikvæð og jákvæð, en gagnrýnin kemur þá aðallega frá einstaklingum sem ekki þekkja út á hvað stefnan gengur.

Samþykkt: 
  • 19.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf187,39 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Eva og Lisbet Skemman.pdf850,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna