is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42616

Titill: 
  • „Hlutirnir eru aldrei það slæmir að þeir geti ekki versnað“ : áhrif „þyrluforeldra“ á seiglu barna og ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Seigla er mikilvæg fyrir allar stórar breytingar sem einstaklingur gengur í gegnum á lífsleiðinni og er fjölskyldan í hlutverki uppsprettu og fyrirmyndar seiglu fyrir börn og ungmenni. Mikilvægt er fyrir uppalendur að átta sig á hlutverki sínu gagnvart þróun og mótun seiglu barna og ungmenna, ásamt hvaða uppeldishættir eru skaðlegir seiglu og hverjir eflandi. Í þessari fræðilegu heimildaritgerð er fjallað um rannsóknir og skrif fræðimanna um seiglu og tengsl hennar við uppeldishátt „þyrluforeldra“ og núvitundar í uppeldi, með áherslu á núvitund sem verndandi þátt seiglu. Háttur „þyrluforeldra“ er ört vaxandi vandamál með neikvæðum áhrifum á seiglu barna og ungmenna sem veldur áhyggjum, sérstaklega í ljósi þess hve algengur hann er. Á sama tíma er mikilvægt að horfa til uppeldishátta eins og núvitundar í uppeldi, sem fela í sér eflandi og verndandi áhrif á seiglu. Núvitund í uppeldi felur í sér meðvitaðan ásetning í samskiptum uppalenda og barns þar sem einlæg hlustun og athygli er höfð í fyrirrúmi ásamt að bjóða upp á rými fyrir tilfinningar barnsins og að geta sýnt því samlíðan og þolinmæði. Með þessu verkefni er von mín að vekja athygli á mikilvægi uppalenda í mótun á seiglu og að þeir séu meðvitaðir um þá þætti sem hafa jákvæð og neikvæð áhrif á hana.

Samþykkt: 
  • 19.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fannar yfirlesid copy pdf.pdf303,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
semman_yfirlysing_lokaverkefni_Fannar.pdf178,33 kBLokaðurYfirlýsingPDF