is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42619

Titill: 
  • Hreyfing í námi : áhrif hreyfingar á námsárangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er flestum kunnugt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega vellíðan einstaklinga. Menntakerfið er að þróast í þá átt að einstaklingsbundið nám virðist vera að færast í aukana og kennsluaðferðir orðnar ívið fjölbreyttari. Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um sambandið á milli námsárangurs og hreyfingar hjá grunnskólabörnum. Markmið þessarar ritgerðar er að að varpa ljósi á mikilvægi hreyfingar innan skólakerfisins og á sama tíma að nefna leiðir sem geta eflt hreyfingu innan þess. Rannsóknarspurning þessa ritgerðar er hvort hreyfing geti haft áhrif á námsárangur nemenda í grunnskóla. Ég notaðist við fræðilegar heimildir við gerð ritgerðarinnar. Einnig tók ég viðtal við Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóra NÚ, til að fá enn meiri innsýn í það hvernig efla megi hreyfingu í námi og möguleg áhrif hennar á nám. NÚ er grunnskóli í Hafnarfirði fyrir nemendur í unglingadeild. Skólinn leggur ríka áherslu á hreyfingu og heilsu í sínu starfi. Niðurstöður sýna fram á að hreyfing getur haft jákvæð áhrif á námsárangur nemenda. Stór hluti barna er þó ekki að fá næga hreyfingu og því er mikilvægt að foreldrar og skólasamfélagið vinni saman að því að fá nemendur til að tileinka sér heilsusamlega lifnaðarhætti.

Samþykkt: 
  • 22.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Hreyfing.pdf437.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_FBG.pdf41.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF