Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42621
Í þessari ritgerð er farið yfir hvernig menntasaga döff barna á Íslandi hefur þróast síðan hún hófst á seinni hluta 18. aldar og skoðað hvernig staðan er í dag. Á Íslandi hefur ekki verið sérskóli fyrir döff síðan árið 2002 þegar Vesturhlíðaskóla var lokað. Þá sameinaðist hann Hlíðaskóla sem táknmálssvið og er það eini grunnskóli landsins með starfandi táknmálssvið.
Hefur það verið rætt að íslenska táknmálið sé í mikilli hættu þar sem döff börn hafa engann greiðann aðgang að málsamfélagi döff. Skoðað er sérstaklega áhrif skóla án aðgreiningar á menntun og kennsluaðferðir og hvort eitthvað sé hægt að gera til að bæta stöðuna í þessum málum. Farið er yfir félagsleg samskipti, líðan og sjálfsmynd döff barna innan grunnskólasamfélagsins. Samfélagsleg viðhorf eru síbreytileg og farið verður yfir hvernig slíkar breytingar hafa áhrif á döff börn og hvaða afleiðingar þau geta haft.
Áhugi minn á stöðu döff nemenda í skólasamfélaginu kviknaði þegar ég byrjaði að vinna í frístund í Hlíðaskóla áður en ég hóf nám mitt við Háskóla Íslands. Það voru þá samskipti döff nemenda við heyrandi jafnaldra sína sem vöktu athygli hjá mér og því fannst mér tilvalið að skoða stöðu þeirra nánar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf | 230.11 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Ba-Ritgerð 9. maí pdf.pdf | 398.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |