Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42622
Sjálfstyrkur er eiginleiki sem býr innra með okkur öllum. Hann samanstendur af hinum ýmsu persónulegu þáttum. Góður sjálfstyrkur getur eflt sjálfsöryggi, félagsfærni, aukið tjáningarhæfni og skerpt eigin hugsanir. Snemma á lífsleiðinni er mikilvægt að vinna í sjálfstyrk barna. Hann hefur áhrif á mótun sjálfsins, sjálfsmyndar og sjálfsálits. Rannsóknir hafa sýnt að sjálfstyrkur fer dvínandi. Við nánari athugun að aðgengilegu efni sem stendur aldurshópnum 9 til 12 ára til boða um sjálfstyrkingu varð okkur ljóst að slíkt er af skornum skammti. Markmið með þessu lokaverkefni er að bæta úr því. Leitast verður eftir að svara spurningunni: Hvernig hefur jákvæður sjálfstyrkur áhrif á börn á aldrinum 9 til 12 ár? Í þessari greinargerð förum við yfir fræðin og helstu kenningar sem hafa áhrif á sjálfstyrk og hvernig megi efla hann. Við kynnum síðan barnabókina okkar Finnum styrkinn sem við höfum unnið að í vetur. Bókin er fræðslubók sem inniheldur hagnýt ráð og nytsamlegar upplýsingar til þess að efla sjálfstyrk barna á ýmsum sviðum sem tengist sjálfinu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Finnum-Styrkinn-sjálfstyrkingarbók-fyrir-börn.pdf | 315.9 kB | Open | Report | View/Open | |
Lokaverkefni - Fullklárað.pdf | 30.61 MB | Locked Until...2025/06/01 | Bók | ||
Yfirlýsing-skemman-lokaverkefni-2022-GFH-JIV.pdf | 117.15 kB | Locked | Declaration of Access |