is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42624

Titill: 
  • Áfallamiðaðir kennsluhættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áföll er ekki erfiðu atburðirnir sem hendir fólk, þær eru afleiðingar af því gerist innra með fólki vegna aðstæðna eða ytra umhverfis þess og á sér margar birtingarmyndir. Í þessari ritgerð er einblínt á afleiðingar áfalla og þá lausnarmiðun sem hugmyndafræði áfallamiðaðra kennslufræði veitir börnum sem alast upp við ofbeldi og tilfinningalega vanrækslu. Slík eldskírn dregur dilk á eftir sér ef börn fá ekki viðeigandi aðstoð til að koma í veg fyrir þær afleiðingar og annmarkarnir sem hljótast af þeirri reynslu. Í ritgerðinni fer yfir hvernig áföll og streita af völdum ofbeldis og vanrækslu í æsku hafa áhrif á líkamlega, andlega og vitræna getu barna. Stuðst var við fyrirliggjandi rannsóknir á áfallamiðuðum kennsluháttum, lífeðlisfræði áfalla og sálfræðilegar kenningar. Áfallamiðaðir kennsluhættir hafa sýnt fram á marktækan árangur við að byggja sigursæla þrautseigju nemenda.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram gildi þess að kennarar þrói með sér skilning og næmni til að nálgast nemendur sem sýna hegðunarerfiðleika og áhættuhegðun á heildrænan hátt. Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram hver áhrif áfalla eru á líkamlega og andlega líðan barna og varpa ljósi á lausnir áfallamiðaðra kennslufræði með því að skoða fræðilegar heimildir og rannsóknir á sviðinu. Eftirfarandi rannsóknarspurning er leiðarljós mitt í þessari vinnu. Hvaða tækifæri felast í hugmyndafræði áfallamiðaðra kennslufræði til að takast á við krefjandi tilfinninga og hegðunarerfiðleika á heilbrigðan og heildrænan hátt?
    Rannsóknin er nýmæli fyrir íslenskt skólakerfi vegna þess að þessi hugmyndafræði hefur ekki náð fótfestu hér á landi. Áfallamiðuð kennslufræði gefur mikilvægar forsendur til að efla skilning á og nálgast nemendur sem alast upp við áföll og brotið bakland.

Samþykkt: 
  • 22.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð B.Ed. 1.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
pdf yfirlýsing.pdf96.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF