is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42625

Titill: 
  • Ættleidd börn og leiðir að jákvæðum samskiptum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verður farið yfir þau úrræði sem geta hjálpað börnum sem eiga við tengslavanda að stríða. Greinargerðin og bæklingurinn Ættleidd börn og leiðir að jákvæðum samskiptum er lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið bæklingsins er að upplýsa starfsfólk leik- og grunnskóla um mikilvægi öruggra tengsla í bernsku og hvað starfsfólk leik- og grunnskóla þarf að hafa í huga þegar unnið er með ættleiddum börnum sem geta verið óörugg í tengslum við fullorðna aðila. Samkvæmt John Bowlby eru örugg tengsl mikilvæg fyrir þroska barns og líðan. Örugg tengsl skapast þegar grunnþörfum barns er sinnt og öryggi og stöðugleiki er fyrir hendi. Ef barn lendir í áföllum á fyrstu árum ævi sinnar og er vanrækt þá getur það leitt til tengslavanda. Einnig geta börn sem hafa verið ættleidd og börn á flótta glímt við slíkan vanda. Hér verður lögð áhersla á ættleidd börn sem geta átt í erfiðleikum með tengsl við annað fólk. Það gæti verið börnum hjálplegt að starfsfólk, bæði í leik- og grunnskólum, sé meðvitað um og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem geta fylgt því að vinna með börnum sem hafa verið ættleidd. Helstu niðurstöður greinargerðarinnar benda til þess að heildstæður stuðningur með inngripum hafi jákvæð áhrif á hegðun þessara barna. Með því að búa til bækling eru upplýsingarnar um tengsl og tengslavanda á einum stað og þannig getur starfsfólk aflað sér vitneskju um hvaða þættir þurfa að vera til staðar svo að hægt sé á jákvæðan hátt að vinna með börnum sem eiga við tengslavanda að stríða.

Samþykkt: 
  • 22.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaverkefni.pdf440.92 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Ættleidd börn og áskoranir.pdf363.88 kBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Guðrún-Geirsdóttir-og-Hrönn-Sigvaldadóttir.pdf244.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF