Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42627
Félagsfærni er hæfni sem einstaklingar þróa með sér í samskiptum við aðra í gegnum lífið. Einstaklingar eru mis færir í félagslegum samskiptum og geta þurft stuðning við að tileinka sér félagsfærni í ýmsum félagslegum aðstæðum. Stuðningurinn getur til að mynda verið í formi félagsfærnisagna sem hjálpa einstaklingum að skilja betur þær aðstæður sem þeir eru í eða eru að takast á við. Kjarni þessa verkefnis felst í því að kenna hvernig á að búa til félagsfærnisögur fyrir einstaklinga á öllum aldri. Verkefnið skiptist í tvo hluta, annars vegar greinargerð og hins vegar handbók. Greinagerðin samanstendur af fræðilegri umfjöllun um félagsfærni og félagsfærnisögur ásamt markmiðum og tilgangi verkefnisins. Handbókin inniheldur stuttar og hnitmiðaðar upplýsingar um gerð félagsfærnisagna fyrir einstaklinga á öllum aldri, ásamt nokkrum dæmum um slíkar sögur. Handbókin er auðlesin, hnitmiðuð og aðgengileg fyrir þau sem vilja nýta sér hana, höfundar telja handbókina geta gagnast aðstandendum, kennurum og þjónustuveitendum. Í verkefninu er leitast við að svara tveimur rannsóknarspurningum, sú fyrri er: Hvernig geta félagsfærnisögur komið ólíkum einstaklingum að gagni í aðstæðum sem reynast þeim erfiðar eða óljósar? Seinni rannsóknarspurningin er: Hvernig er hægt að útbúa félagsfærnisögu eftir aldri og getu á auðveldan hátt? Niðurstöður gáfu til kynna að félagsfærnisögur geta verið auðveld og góð leið til að aðstoða einstaklinga í aðstæðum sem reynast þeim erfiðar. Með því að setja upplýsingar um erfiðar eða óljósar aðstæður fram á bókstaflegan hátt má auka skilning einstaklinga á þeim aðstæðum, auka öryggi þeirra og draga úr kvíða. Það er von höfunda að með því að gera leiðbeiningar aðgengilegar og auðveldar í notkun í formi handbókar verði auðveldara að hvetja aðstandendur og/eða þjónustuveitendur til að prófa sig áfram með að útbúa félagsfærnisögur fyrir einstaklinga á öllum aldri á árangursríkan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA verkefni - GLÓ og KÝG.pdf | 328.46 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Handbók.pdf | 3.59 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 451.44 kB | Lokaður | Yfirlýsing |