is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42631

Titill: 
  • Börn með röskun á einhverfurófi í skóla án aðgreiningar : eru stjórnvöld að veita svigrúm til mismununar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í dag er formleg greining frá þriðja stigs stofnun, þ.e. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða Þroska og hegðunarstöðinni, forsenda þess að skólar geti sótt um sérstakan stuðning fyrir börn með röskun á einhverfurófi. Mikil aukning hefur verið á einhverfugreiningum hjá börnum á undanförnum árum. Með aukningu greininga hefur biðtíminn hjá greiningarstöðvum lengst til muna. Þessir auknu biðlistar gera það að verkum að biðin eftir stuðningi fyrir barn með röskun á einhverfurófi er mjög löng, nú að jafnaði um tvö til þrjú ár. Á Íslandi ríkja lög og samningar sem eiga að tryggja börnum með sérþarfir stuðning í skóla án aðgreiningar strax frá upphafi skólagöngunnar. Í þessari ritgerð verður röskun á einhverfurófi skoðuð ásamt helstu einkennum hennar þar sem lögð er áhersla á börn við upphaf grunnskólagöngu. Einnig verður rýnt í mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þar sem stuðst verður við heimildir og rannsóknir á efninu. Rýnt verður í lög um jafnan rétt allra barna til náms með tilliti til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, ásamt lögum um grunnskóla og Barnasáttmálanum. Skoðað verður hvort skólakerfið fari raunverulega eftir þessum settu lögum eftir upptöku Salamanca yfirlýsingarinnar um skólakerfi án aðgreiningar. Skoðaðar verða fyrri rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, þar sem staða barna með röskun á einhverfurófinu var skoðuð innan almenna skólakerfisins, og viðhorf kennara þeirra til skóla án aðgreiningar. Helstu niðurstöður þessarar heimildaritgerðar voru þær að kerfið brýtur í bága við þau lög og samninga sem sett eru hér á landi varðandi jöfn réttindi allra til náms, þegar kemur að rétti barna með röskun á einhverfurófi til stuðnings í hinu almenna skólakerfi.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_has62_2022.pdf314.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.ed._ritgerð_has62.pdf307.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna