is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42632

Titill: 
  • Er rými fyrir tilfinningar barna í leikskólastarfi? : rannsókn á sýn starfsfólks á samskipti við leikskólabörn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að styðja við félags- og tilfinningahæfni barna strax í leikskóla til þess að stuðla að velferð þeirra í framtíðinni, þá sérstaklega í ljósi þess hve löngum tíma íslensk börn verja í leikskólanum fyrstu árin. Tilfinningar koma við sögu í öllum þáttum daglegs lífs leikskólabarna og því þarf starfsfólk að búa yfir þekkingu og hæfni sem eflir félags- og tilfinningahæfni barna. Lokaverkefni þetta fólst í eigindlegri rannsókn og er markmið verkefnisins að varpa ljósi á sýn leikskólastarfsfólks á samskipti við börn og hvernig það tekst á við hegðun og tilfinningar barna í daglegu starfi. Viðtöl voru tekin við fjóra leikskólastarfsmenn sem starfa við tvo leikskóla með mismunandi uppeldisstefnur. Niðurstöður sýndu að aðferðir viðmælenda rímuðu mismikið við þær aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að séu vænlegastar til þess að efla félags- og tilfinningahæfni barna, auk þess að viðmælendur einblíndu meira á hegðun barna en tilfinningar. Aðstæður í leikskólanum og þekking leikskólastarfsfólks höfðu áhrif á hvort árangursríkar aðferðir voru notaðar til að efla þessa hæfni hjá börnum. Niðurstöður varpa ljósi á að þörf sé á betri samskiptaleiðbeiningum fyrir starfsfólk leikskóla auk stuðnings og þjálfunar til þess að geta stutt við félags- og tilfinningahæfni barna í daglegu starfi.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaverkefni; Halldóra og Kristín.pdf642.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Halldóra og Kristín.pdf10.36 MBLokaðurYfirlýsingPDF