Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42633
Tjáning er lykilatriði í mannlegum samskiptum. Hinsvegar tjá sig ekki allir á hefðbundinn hátt og því mikilvægt að gera grein fyrir þeim hópi. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir eru afar mikilvægar svo allir einstaklingar óháð fötlun fái tækifæri á að mynda mannleg tengsl og taka þátt í samfélaginu. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum en hinsvegar er ekki mikið um fræðslu til staðar. Það getur verið yfirþyrmandi fyrir aðstandendur barna sem nýta óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að tjá sig.
Verkefnið fólst í gerð handbókar og fræðilegrar greinargerðar. Í greinargerðinni er lögð áhersla á mikilvægi óhefðbundinna tjáskiptaleiða og hvernig störf þroskaþjálfa innan skólakerfisins geti stuðlað að árangursríkri tjáningu nemenda. Ítarlega er fjallað um óhefðbundin tjáskipti með tjáskiptatölvum og sérstök áhersla á forritið Snap Core í Tobii Dynavox tölvum. Rannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi í verkefninu er: Hvers vegna er fræðsla um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir mikilvæg?
Markmiðið með handbókinni er að hafa aðgengilega fræðslu um forritið og tölvuna svo foreldrar barna og starfsfólk grunnskóla geti tekið virkan þátt í tjáskiptum barnanna. Að læra að nota nýja tjáskiptaleið er eins og að læra nýtt tungumál. Það tekur tíma og er þolinmæði og þrautseigja stór þáttur í því ásamt stuðningi frá nærumhverfinu. Foreldrar og starfsfólk grunnskóla eiga að vera megin fyrirmynd barns í notkun á tjáskiptatölvum og því mikilvægt að þeir séu meðvitaðir um hvernig á að nota hana á sem árangursríkastan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing lokaverkefnis - Harpa Bjarnadóttir.pdf | 264.64 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaskil- Lokaverkefni - Harpa Bjarnadóttir.pdf | 395.54 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Loka - Handbók um tjáskiptatölvur.pdf | 7.75 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna |